Skipaflutningar

Ever Given siglir aftur um Súes-skurðinn en með dráttarbáta með sér
Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári.

Vilja fá upplýsingar um sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið
Nokkur af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins, þeirra á meðal félagsmenn í Félagi atvinnurekenda, hafa sent Samkeppniseftirlitinu beiðni um upplýsingar vegna sáttar Eimskips við eftirlitið, sem birt var um miðjan júní.

Þrír laumufarþegar um borð í skipi Eimskips
Lögregluþjónar handtóku þrjá menn sem komu sem laumufarþegar um borð í skipi Eimskips frá Danmörku í dag. Mennirnir hafa verið færðir í fangaklefa.

Frá Ölmu til Eimskips
María Björk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. Hún kemur til starfa frá Ölmu íbúðafélagi þar sem hún hafði verið framkvæmdastjóri síðastliðin sjö ár.

Flutningsskipið sem strandaði komið til hafnar
Flutningsskip Eimskip sem strandaði í Álasundi í Noregi í gær er komið til hafnar. Níu manns voru um borð en enginn slasaðist.

Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi
Flutningaskip Eimskips strandaði í Álasundi í Noregi í dag. Níu menn eru um borð í skipinu en enginn þeirra slasaðist.

Eimskip gerir sátt og greiðir 1,5 milljarða í sekt
Eimskip og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna ætlaðra brota Eimskips á árunum 2008 til 2013. Með sáttinni gengst Eimskip alvarleg brot gegn samkeppnislögum og EES-samningnum.

Reykur barst úr gámi um borð í Brúarfossi
Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær.

Eimskip falast eftir sátt vegna brota á samkeppnislögum
Eimskip hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins og óskað eftir formlegum viðræðum um hvort unnt sé að ljúka rannsókn eftirlitsins á samkeppnisbrotum fyrirtækisins með sátt.

Hefja framkvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given
Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum.

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur
Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.

Innlit í eitt stærsta flutningaskip heims sem getur flutt 18 þúsund gáma
Flutningaskipið Marie Maersk er eitt stærsta farartæki sem framleitt hefur verið í heiminum.

Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn
Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga.

Ísland í alfaraleið
Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim.

Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð
Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn.

Hafa náð skipinu af strandstaðnum
Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni.

Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið
Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið.

Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn
Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst.

„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“
„Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð.

Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum
Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga.

Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði
Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum.

Öngþveiti í Súesskurði
Súesskurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær.

Heimsins dýpsti skipaskurður
Á YouTube-síðu National Geographic var á dögunum fjallað um dýpsta skipaskurð heims.

Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu
Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar.

Þór og Lagarfoss á leið til Reykjavíkur
Varðskipið Þór er komið með flutningaskipið Lagarfoss í tog og gert er ráð fyrir að lagt verði að höfn í Reykjavík á gamlársdag.

Þór sendur til að sækja vélarvana Lagarfoss
Varðskipinu Þór er nú siglt í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem er vélarvana. Flutningaskipið er um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga og varð vélarvana í gær. Til stendur að draga skipið til hafnar í Reykjavík.

Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið
Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt.

Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn
Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar.

Ráðin nýr svæðisstjóri Eimskips fyrir vestan
Arna Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum.

Afar fáir tóku yfirtökutilboði Samherja
Hlutur Samherja Holding í Eimskip mun aukast lítillega eftir yfirtökutilboð þess fyrrnefnda. Afar lítill hluti hluthafa tók tilboðinu.