
Gróðureldar í Kaliforníu

Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles
Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni.

Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið
Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina.

Minni vindur í LA en óttast hafði verið
Veðurspáin í Los Angeles rættist ekki að fullu í gær og varð vindurinn á svæðinu mun minni en veðurfræðingar höfðu óttast.

Búa sig undir það versta
Íbúar í Los Angeles í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að vindurinn fari að blása á ný þannig að gróðureldarnir sem enn brenna sæki í sig veðrið.

Að minnsta kosti 24 látnir
Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir.

Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles
Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum.

Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum
Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín.

Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð
Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað.

Alls sextán látin í eldunum
Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð.

Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi
Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi.

Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna
Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið.

Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn David Muir ákvað að festa þvottaklemmu á sig til þess að líta betur út í slökkviliðsbúning þar sem hann var staddur við gróðurelda í Los Angeles í beinni útsendingu. Athæfið hefur vakið mikla athygli og sjónvarpsmaðurinn verið harðlega gagnrýndur vegna þessa.

Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL
Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams.

Heimili Hanks rétt slapp
Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010.

Stóru eldarnir enn hömlulausir
Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra.

Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi
Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles
Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið.

Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles
Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum.

Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp
Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu.

„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“
Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar.

Stjórnlausum eldum fjölgar í LA
Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið.

Ógnarmiklir skógareldar í Kaliforníu
Ógnarmiklir skógareldar loga nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og slökkvilið hefur áhyggjur af þrumuveðri sem er í kortunum. Eldarnir eru þeir mestu í ríkinu á þessu ári.

Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð
Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.

Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum
Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu.

Stjórnlausir eldar í Kaliforníu
Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu

Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu
Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn.

Hyggjast vefja „hershöfðingjann“ í eldvarnateppi
Slökkviliðsmenn í Kalíforníu hafa brugðið á það ráð að vefja stærsta tré heims inn í eldvarnateppi til að freista þess að forða því frá skógareldum sem geisa í nágrenninu.

Gróðurinn logar og eldar ógna þúsundum heimila
Þúsundum heimila í norður Kaliforníu er nú ógnað af mestu skógareldum sem þar hafa geisað og óttast menn að þeir dreifist um allan vesturhluta ríkisins vegna óstöðugs veðurfars.

Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu
Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans.

Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins
Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi.