

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti leikjametið í efstu deild kvenna í körfubolta í leik með Haukum í síðustu umferð Subway deild kvenna og afrek hennar var tekið fyrir í Körfuboltakvöldi kvenna.
Pavel Ermolinskij var gríðarlega ánægður með sigur lærisveina sinna í Tindastól gegn Haukum í kvöld. Stólarnir voru þar með að vinna sinn fjórða leik í röð.
Tindastóll vann fjórða leik sinn í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hauka í æsispennandi leik á Sauðárkróki.
Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka.
Haukakonurnar Ragnheiður Sveinsdóttir og Margrét Einarsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu og ræddu þar ýmis mál. Þá má helst nefna þjálfaraskipti, úrslitakeppni og lífið á Ásvöllum.
Haukakonan Ragnheiður Sveinsdóttir var gestur í Kvennakastinu hjá Sigurlaugu Rúnarsdóttur og ræddi meðal annars þann tíma þegar hún skipti óvænt yfir í Val á miðju tímabili.
Efstu liðin í Subway-deild kvenna í körfubolta áttust við í Ólafssal í Hafnarfirði þegar Haukar og Keflavík mættust. Keflavík vann verðskuldaðan 21 stiga sigur.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setur nýtt leikjamet í efstu deild kvenna í körfubolta spili hún með Haukum á móti Keflavík Subway deild kvenna í kvöld.
Ragnar Hermannsson hefur látið gott heita sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Haukum. Hann óskaði sjálfur eftir því að hætta, af persónulegum ástæðum.
Njarðvík vann góðan 89-97 sigur á Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.
Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Hann gengur í raðir liðsins frá Selfossi eftir tímabilið.
Fram vann sterkan fimm marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum stukku Framarar upp í þriðja sæti deildarinnar, en Haukar eru að missa af hinum þétta pakka sem er frá þriðja sæti og niður í það sjöunda.
Haukar töpuðu í kvöld með fimm marka mun gegn Fram í Úlfarsárdal í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 35-30.
Þorgeir Haraldsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar Hauka, viðurkennir að síðustu ár hafi hann verið farinn að leita eftir arftaka sínum.
Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77.
Haukar og FH gerðu jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum í Olís deild karla í handbolta í vikunni en bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmarkið í leiknum. Þau klúðruðu hins vegar bæði lokasóknum sínum.
Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur.
Þrátt fyrir að Haukar væru tveimur mörkum undir gegn nágrönnum sínum í FH þegar lítið var eftir af leik liðanna í Olís deild karla í handbolta þá tókst þeim að skora tvívegis og jafna þar með metin. Bæði lið fengu færi til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og lokatölur því 24-24.
Haukar fá nágranna sína í FH í heimsókn á Ásvelli í kvöld í seinni deildarleik liðanna í Olís deild karla í handbolta á þessu tímabili.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigursteinn Arndal verða andstæðingar í kvöld þegar Haukar mæta FH í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla. En venjulega eru þeir samherjar enda vinna þeir saman hjá Vodafone.
Valskonur fóru illa með Breiðablik þegar liðin áttust við í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.
Fram vann átta marka sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Fram og varði meðal annars fimm víti.
Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ósáttur með frammistöðu síns liðs í dag er það mætti Fram í 18. umferð Olís deildar kvenna. Hafdís Renötudóttir átti stórleik en hún var með 65% markvörslu. Fram sigraði leikinn með átta mörkum, 22-14.
Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik.
Þorgeir Haraldsson er hættur sem formaður handknattleiksdeildar Hauka en þetta var tilkynnt á Facebook síðu handknattleiksdeildar Hauka nú í kvöld.
Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö.
Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö.
Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá.
Haukar unnu Íslandsmeistara Njarðvíkur 76-73. Haukar voru einu stigi undir fyrir síðasta fjórðung en heimakonur byrjuðu fjórða leikhluta töluvert betur og þrátt fyrir endurkomu Njarðvíkur þá var góð byrjun Hauka of stór biti fyrir gestina sem skilaði sér í þriðja sigri Hauka gegn Njarðvík á tímabilinu.