

Njarðvík tapaði í Ólafssal gegn Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi en Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fyrri hálfleik Njarðvíkur.
Haukar lögðu Selfoss 35-30 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Sigurinn þýðir að nú er sex stiga munur á liðunum sem sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar sem inniheldur aðeins 8 lið. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.
Haukar unnu sjö stiga útisigur á ÍR 88-95 í hörkuleik þar sem eimamenn voru yfir nánast allan seinni hálfleik. Haukar kveiktu hins vegar á sér í fjórða leikhluta sem þeir unnu með sautján stigum.
Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik.
Haukar unnu sjö marka sigur á Herði og eru komnir í undanúrslit Powerade-bikarsins í handbolta. Þrátt fyrir að hafa verið undir allan leikinn þá sýndi Hörður gæði inn á milli og voru aðeins einu marki undir í hálfleik. Haukar voru sterkari á svellinu í seinni hálfleik og unnu að lokum 37-30.
Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit í Powerade-bikarnum í handbolta. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka var ánægður með að hafa unnið leikinn sem var langt frá því að vera fullkominn.
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld.
KA/Þór lyfti sér upp fyrir Hauka í Olís deild kvenna með 32-28 sigri gegn þeim í KA-heimilinu nú í kvöld. Heimakonur komust mest 9 mörkum yfir í síðari hálfleik en Haukar náði að laga stöðuna og munurinn að lokum fjögur mörk.
Haukarnir misstu frá sér stig í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla eftir að Stjörnumenn fengu vítakast á silfurfati á síðustu sekúndum leiksins frá einum reyndasta leikmanni Hauka.
Handboltamaðurinn öflugi Guðmundur Hólmar Helgason mun að öllum líkindum spila með Haukum frá og með næstu leiktíð.
Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var.
Haukar fóru illa með topplið Keflavíkur og unnu sannfærandi sextán stiga sigur. Haukar enduðu annan leikhluta á góðu áhlaupi og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks. Keflavík komst ekki með neinu ráði inn í leikinn og Haukar fögnuðu sigri 83-67.
Haukar og Stjarnan mættust að Ásvöllum í kvöld í fyrsta leik 15. umferðar í Olís-deildinni. Leikurinn var jafn og spennandi. Stjarnan tryggði sér eitt stig út úr leiknum með síðasta skoti leiksins af vítalínunni en liðið hafði verið skrefi á eftir Haukum allan seinni hálfleikinn. Lokatölur 33-33.
Haukar verða eitt fjögurra liða í undanúrslitum Powerrade-bikar kvenna í handknattleik eftir öruggan tólf marka sigur á Víkingi í kvöld.
„Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.
Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta.
Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld.
Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti.
Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí.
„Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76.
Keflavík og Haukar unnu einstaklega örugga sigra í Subway deild kvenna í kvöld.
Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deildinni í körfubolta.
Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum.
„Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld.
Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur.
Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum.
Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.
Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með Haukum út yfirstandandi keppnistímabil eftir að hafa ákveðið að hætta hjá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari.