
HK

Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur
Nýliðar Fjölnis unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla, 28-27 gegn HK í háspennuleik á lokamínútunum.

Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær
Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Bestu deild karla í gær. Þau má öll sjá í fréttinni.

„Gífurlega svekkjandi augnablik“
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar.

„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“
„Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag.

Uppgjörið: Breiðablik - HK 5-3 | Blikar völtuðu yfir nágrannana í síðari hálfleik
Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í dag. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum.

Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“
Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik.

HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti
HK og Grótta unnu góða sigra í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara FH á meðan Grótta vann ÍR á útivelli.

Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum
Stjarnan vann tveggja marka sigur á HK, 29-27, í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld.

Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni og tuttugu mínútna þrennu
Dramatíkin og fjörið var alls ráðandi í næstsíðustu umferðinni í hinni hefðbundnu deildakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í gær.

Uppgjörið og viðtöl: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin
HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti.

HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR.

Furðu lostnir yfir tæklingu Örvars: „Greyið Ívar“
Stúkumenn voru hálfgáttaðir á afar skrautlegri eða hreinlega ljótri tæklingu Örvars Eggertssonar gegn sínum gamla samherja Ívari Erni Jónssyni, þegar þeir fóru yfir umdeild atvik úr 2-0 sigri Stjörnunnar gegn HK í Bestu deildinni í gærkvöld.

Var kominn niður á rassinn í teignum en skoraði samt: Sjáðu mörkin
Stjarnan komst upp í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á HK í Garðabænum í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum inn á Vísi.

Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann
Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti.

KR-ingar með fæst stig úr innbyrðis leikjum neðstu liðanna
KR hefur tapað á móti Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum sínum og það þýðir að ekkert lið er með slakari árangur í innbyrðis leikjum fallbaráttuliðanna í Bestu deildinni í sumar.

Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað
Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks.

Sjáðu 4. deildar hetjur HK gegn KR og markasúpu Víkinga
Það voru tveir bráðskemmtilegir leikir á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöld og nóg af mörkum sem nú má sjá á Vísi.

„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar.

„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“
HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik.

Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga
HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

KR og HK alveg jöfn í innbyrðis leikjum fyrir leik kvöldsins
HK tekur á móti KR í kvöld í Bestu deild karla í fótbolta í einum umtalaðasta leik í deildinni í langan tíma.

„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“
„Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld.

„Ekki verið neitt sérstakt mál“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld.

Tíminn naumur hjá KSÍ
KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum.

KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum.

KSÍ hafnar kröfu KR
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum.

Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“
KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður.

Sjáðu mörkin úr fallslögunum og jafnteflinu fyrir norðan
Fylkir og Vestri unnu mikilvæga sigra í botnbaráttunni í Bestu deild karla um helgina og KA og Stjarnan gerðu jafntefli. Mörkin úr leikjum helgarinnar má sjá í fréttinni.

Kæra KR tekin fyrir á morgun
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir kæru KR vegna fyrirhugaðs leiks liðsins við HK í Bestu deild karla fyrir á morgun. Leikurinn á að fara fram á fimmtudagskvöld.