Bandaríkin Skorar á heimildarmanninn að lýsa óþekktum örum eða húðflúrum á líkama Musk Auðjöfurinn Elon Musk þvertekur fyrir að hafa berað sig fyrir framan flugfreyju, líkt og haldið var fram í frétt Business Insider í gær Hann skorar á heimildarmann fjölmiðilsins að stíga fram og lýsa örum eða húðflúrum á líkama Musk sem almenningur veit ekki af. Erlent 20.5.2022 13:46 ER- og West Wing-stjarnan John Aylward er látin Bandaríski leikarinn John Aylward, sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), er látinn, 75 ára að aldri. Lífið 20.5.2022 08:45 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Erlent 19.5.2022 23:11 Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Erlent 19.5.2022 21:00 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Erlent 19.5.2022 19:31 Banna þungunarrof eftir frjóvgun Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum. Erlent 19.5.2022 18:47 Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. Tónlist 19.5.2022 11:01 Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Erlent 19.5.2022 10:02 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. Erlent 19.5.2022 07:40 Shkreli látinn laus úr fangelsi Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Erlent 18.5.2022 22:14 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. Viðskipti erlent 18.5.2022 20:01 „Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Erlent 18.5.2022 10:05 Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. Erlent 17.5.2022 23:33 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Erlent 17.5.2022 22:09 „Ég var ógeðslega svekktur“ Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson rifjar upp ævintýrið í kringum Land og syni þegar sveitin var á leiðinni utan þar sem hún ætlaði að slá í gegn. Örlögin gripu aftur á móti í taumana þann 11. september 2001. Lífið 17.5.2022 22:01 Borguðu óvænt námslánin hjá öllum nemendunum Evan Spiegel og eiginkona hans Miranda Kerr glöddu nýútskrifaða nemendur hjá Otis listaháskólanum í Los Angeles þegar þau borguðu niður öll námslánin þeirra. Evan er stofnandi Snapchat og Miranda er fyrirsæta og stofnandi Kora Organics Lífið 17.5.2022 14:31 Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Erlent 17.5.2022 12:01 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. Erlent 17.5.2022 10:43 Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Erlent 16.5.2022 23:22 Heil beinagrind risaeðlu seld á uppboði Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna. Erlent 16.5.2022 09:50 Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Erlent 16.5.2022 07:43 Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. Erlent 15.5.2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Erlent 15.5.2022 14:46 Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. Erlent 14.5.2022 21:29 Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Körfubolti 13.5.2022 23:00 Tók upp leynilegt uppistand ef ske kynni að hann félli frá Grínistinn Norm Macdonald lést í september í fyrra en þrátt fyrir það mun hann gefa út nýtt uppistand á næstu dögum. Lífið 13.5.2022 22:04 Fyrirlesari í Hörpu telur fjöldamorð á börnum sviðsett og efast um hryðjuverkin í New York Bandarískur prófessor sem heldur fyrirlestur í Hörpu á morgun hefur sagst telja að fjöldamorð á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum hafi verið sviðsett og er félagi í hreyfingu sem efast um opinberar skýringar á hryðjuverkunum í New York 11. september. Innlent 13.5.2022 15:05 Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13.5.2022 11:20 Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. Viðskipti erlent 13.5.2022 10:11 Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Erlent 12.5.2022 14:56 « ‹ 133 134 135 136 137 138 139 140 141 … 334 ›
Skorar á heimildarmanninn að lýsa óþekktum örum eða húðflúrum á líkama Musk Auðjöfurinn Elon Musk þvertekur fyrir að hafa berað sig fyrir framan flugfreyju, líkt og haldið var fram í frétt Business Insider í gær Hann skorar á heimildarmann fjölmiðilsins að stíga fram og lýsa örum eða húðflúrum á líkama Musk sem almenningur veit ekki af. Erlent 20.5.2022 13:46
ER- og West Wing-stjarnan John Aylward er látin Bandaríski leikarinn John Aylward, sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), er látinn, 75 ára að aldri. Lífið 20.5.2022 08:45
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Erlent 19.5.2022 23:11
Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Erlent 19.5.2022 21:00
Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Erlent 19.5.2022 19:31
Banna þungunarrof eftir frjóvgun Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum. Erlent 19.5.2022 18:47
Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. Tónlist 19.5.2022 11:01
Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Erlent 19.5.2022 10:02
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. Erlent 19.5.2022 07:40
Shkreli látinn laus úr fangelsi Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Erlent 18.5.2022 22:14
Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. Viðskipti erlent 18.5.2022 20:01
„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Erlent 18.5.2022 10:05
Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. Erlent 17.5.2022 23:33
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Erlent 17.5.2022 22:09
„Ég var ógeðslega svekktur“ Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson rifjar upp ævintýrið í kringum Land og syni þegar sveitin var á leiðinni utan þar sem hún ætlaði að slá í gegn. Örlögin gripu aftur á móti í taumana þann 11. september 2001. Lífið 17.5.2022 22:01
Borguðu óvænt námslánin hjá öllum nemendunum Evan Spiegel og eiginkona hans Miranda Kerr glöddu nýútskrifaða nemendur hjá Otis listaháskólanum í Los Angeles þegar þau borguðu niður öll námslánin þeirra. Evan er stofnandi Snapchat og Miranda er fyrirsæta og stofnandi Kora Organics Lífið 17.5.2022 14:31
Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Erlent 17.5.2022 12:01
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. Erlent 17.5.2022 10:43
Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Erlent 16.5.2022 23:22
Heil beinagrind risaeðlu seld á uppboði Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna. Erlent 16.5.2022 09:50
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Erlent 16.5.2022 07:43
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. Erlent 15.5.2022 22:58
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Erlent 15.5.2022 14:46
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. Erlent 14.5.2022 21:29
Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Körfubolti 13.5.2022 23:00
Tók upp leynilegt uppistand ef ske kynni að hann félli frá Grínistinn Norm Macdonald lést í september í fyrra en þrátt fyrir það mun hann gefa út nýtt uppistand á næstu dögum. Lífið 13.5.2022 22:04
Fyrirlesari í Hörpu telur fjöldamorð á börnum sviðsett og efast um hryðjuverkin í New York Bandarískur prófessor sem heldur fyrirlestur í Hörpu á morgun hefur sagst telja að fjöldamorð á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum hafi verið sviðsett og er félagi í hreyfingu sem efast um opinberar skýringar á hryðjuverkunum í New York 11. september. Innlent 13.5.2022 15:05
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13.5.2022 11:20
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. Viðskipti erlent 13.5.2022 10:11
Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Erlent 12.5.2022 14:56