Bandaríkin

Fréttamynd

Sakar Giuli­ani um að þvinga sig til kyn­lífs

Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin vilja koma að tjóna­skrá Evrópu­ráðsins

Banda­ríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðu­búin til þess að taka þátt í því að koma á sér­stakri tjóna­skrá sem kynnt verður á leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík í vikunni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá banda­rískum yfir­völdum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír látnir í enn einni skotárásinni

Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Guð­faðir pókersins“ er látinn

Ein stærsta goð­sögn póker heimsins, Doy­le Brun­son, sem kallaður hefur verið „guð­faðir pókersins“ er látinn 89 ára gamall. Hann lést í Las Vegas, að því er fram kemur í til­kynningu frá fjöl­skyldunni hans.

Sport
Fréttamynd

Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás

Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn.

Erlent
Fréttamynd

Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut

Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri.

Erlent
Fréttamynd

Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter

Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meið­yrði

Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg.

Erlent
Fréttamynd

Sam­- og tví­kyn­hneigðir karl­ar mega gefa blóð

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum.

Erlent
Fréttamynd

Dóttir DeNiro komin með nafn

Dóttir stórleikarans Robert DeNiro sem fæddist 6. apríl síðastliðinn hefur fengið nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro. Móðir barnsins er Tiffany Chen, Tai Chi-leiðbeinandi, en hún er 35 árum yngri en DeNiro.

Lífið
Fréttamynd

Vilja heimila lausa­­sölu getnaðar­varna­r­pillu

Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu.

Erlent
Fréttamynd

Segist geta bundið enda á á­tökin í Úkraínu á 24 klukku­stundum

„Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020.

Erlent
Fréttamynd

Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér

George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti.

Erlent
Fréttamynd

Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð

Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans.

Erlent
Fréttamynd

Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik

George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið

Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Lygni þingmaðurinn ákærður

Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing.

Erlent
Fréttamynd

Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og æru­meiðingar

Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn

Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er.

Lífið
Fréttamynd

Óperu­stjarnan Grace Bumbry er látin

Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar.

Menning