Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar 19. september 2006 00:01 Ásthildur Helgadóttir Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti