Aðdáendur Smith flykkjast á netið 14. febrúar 2007 00:01 Aðdáendur Playboy-kanínunnar Önnu Nicole Smith hafa nýtt sér netið til að votta samúð sína. Það er af sem áður var þegar aðdáendur stórstjarna fylktu liði að heimili nýlátinna stjarna til að votta samúð sína. Aðdáendur fyrirsætunnar og Playboy-kanínunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í síðustu viku á sínu fertugasta aldursári, hafa hins vegar brugðist öðruvísi við, en þeir hafa í mun meiri mæli nýtt sér netið til hins ýtrasta, búið til vefdagbækur, blogg og aðrar vefsíður þar sem þeir tjá hug sinn til fyrirsætunnar, sem lést nú fyrir skömmu. Þá hefur fjöldi aðdáendasíðna um fyrirsætuna sprottið upp í netheimum. En vefdagbækurnar eru ekki einu staðirnir þar sem aðdáendur Önnu tjá hug sinn því myndskrár af fyrirsætunni og brot úr sjónvarpsþáttaröð hennar, The Anne Nicole Show og finna má á netveitum á borð við YouTube, hafa notið gríðarlegra vinsælda eftir að hún hvarf yfir móðuna miklu. Sjónvarpþættirnir voru sýndir á bandarísku sjónvarpsstöðinni E! á árabilinu 2002 til 2004 en voru að þeim tíma loknum teknir af dagskrá vegna dræms áhorfs og fremur lélegra dóma. Enn liggur ekkert fyrir um dánarorsök Önnu Nicole Smith og var greint frá því um síðustu helgi að jafnvel gætu liðið nokkrar vikur þar til niðurstaða fæst í málinu. Fyrir liggur hins vegar að engin eiturlyf hafi fundist í líkama hennar, sem geti útskýrt fráfall hennar, að sögn bandaríska fjölmiðla. Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það er af sem áður var þegar aðdáendur stórstjarna fylktu liði að heimili nýlátinna stjarna til að votta samúð sína. Aðdáendur fyrirsætunnar og Playboy-kanínunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í síðustu viku á sínu fertugasta aldursári, hafa hins vegar brugðist öðruvísi við, en þeir hafa í mun meiri mæli nýtt sér netið til hins ýtrasta, búið til vefdagbækur, blogg og aðrar vefsíður þar sem þeir tjá hug sinn til fyrirsætunnar, sem lést nú fyrir skömmu. Þá hefur fjöldi aðdáendasíðna um fyrirsætuna sprottið upp í netheimum. En vefdagbækurnar eru ekki einu staðirnir þar sem aðdáendur Önnu tjá hug sinn því myndskrár af fyrirsætunni og brot úr sjónvarpsþáttaröð hennar, The Anne Nicole Show og finna má á netveitum á borð við YouTube, hafa notið gríðarlegra vinsælda eftir að hún hvarf yfir móðuna miklu. Sjónvarpþættirnir voru sýndir á bandarísku sjónvarpsstöðinni E! á árabilinu 2002 til 2004 en voru að þeim tíma loknum teknir af dagskrá vegna dræms áhorfs og fremur lélegra dóma. Enn liggur ekkert fyrir um dánarorsök Önnu Nicole Smith og var greint frá því um síðustu helgi að jafnvel gætu liðið nokkrar vikur þar til niðurstaða fæst í málinu. Fyrir liggur hins vegar að engin eiturlyf hafi fundist í líkama hennar, sem geti útskýrt fráfall hennar, að sögn bandaríska fjölmiðla.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira