Bíður dóms vegna ruslpóst 14. febrúar 2007 00:01 Tveir menn eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm og tugmilljóna króna sekt fyrir að senda milljónir ruslpóstskeyta á netinu. 27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum. Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir. Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið. Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum. Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir. Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira