Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju Benedikt Bóas skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Engey RE 91 við bryggju á Akranesi. Unnið er dag og nótt við að koma nýstárlegum búnaði um borð. vísir/eyþór Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira