Íslenska landsliðið er í öðrum riðli A-deildarinnar og í þeim riðli eru líka Belgía og Sviss. Leikir strákanna okkar við Belga og Svisslendinga fara fram í september, október og nóvember.
Þjóðverjar lentu í riðli með Frakklandi og Hollandi en Englendingar lentu í riðli með Spáni og Króatíu. Ítalarnir eru síðan í riðli með Portúgal og Póllandi.
Danir eru í riðli með Írlandi og Wales en Svíar lentu í riðli með Rússum og Tyrkjum.
Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu mæta Slóveníu, Búlgaríu og Kýpur en frændur okkar Færeyingar eru í riðli með Aserbaísjan, Möltu og Kósóvó.
Fylgst var með drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem einnig var sýnd hér á Vísi. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Bein textalýsing