Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Andri Már Eggertsson skrifar 28. janúar 2021 20:00 Arnar Daði steig trylltan dans með sínum mönnum að leik loknum. Vísir/Vilhelm Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. „Mér líður frábærlega ég verð að vera hreinskilin með það, fyrsti sigur okkar í vetur og fyrsti sigur minn í efstu deild, það er alltaf mikilvægt að taka fyrsta sigurinn og munaði um að fá hann í kvöld,” sagði Arnar Daði í skýjunum eftir leikinn. „ Við spiluðum frábæra vörn, Stefán Huldar var sturlaður, hann var með 67% markvörslu í fyrri hálfleik enn einn leikurinn sem hann spilar vel og var frábært að geta gefið honum sigur.” ÍR breytti af vana sínum og spilaði öðruvísi vörn en þeir hefðu áður gert fyrir áramót sem kom Arnari Daða á óvart. „Það kom okkur á óvart að þeir spiluðu 6-0 vörn því við réðum mjög vel við hana og get ég þakkað Kidda Björgúlfs þjálfara ÍR kærlega fyrir það, ég átti von á honum í sígildri 5-1 vörn sem hann fór í seinna meir sem gerði okkur stundum erfitt fyrir,” sagði Arnar sem var ánægður með hvernig liðið hans leysti þessa vörn. Grótta spilaði leik á móti FH síðasta sunnudag á meðan ÍR voru ekkert búnir að spila í deildinni síðan mótið var sett á ís. „Mér leið ekki alltof vel fyrir þennan leik, seinasti leikur á móti FH þar sem við höfðum ekki séð þá spila í þrjá mánuði og síðan mætum við ÍR sem við vorum ekki heldur búnir að sjá í þrjá mánuði og við fáum minni undirbúning en þeir svo mér fannst ÍR eiga forskot á okkur en það sást ekki í kvöld svo ætli ég hafi ekki haft rangt fyrir mér í fyrsta sinn í lífinu,” sagði Arnar aðspurður hvort það hjálpaði þeim verandi búnir að spila leik í deildinni eftir pásu. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 19:25 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Mér líður frábærlega ég verð að vera hreinskilin með það, fyrsti sigur okkar í vetur og fyrsti sigur minn í efstu deild, það er alltaf mikilvægt að taka fyrsta sigurinn og munaði um að fá hann í kvöld,” sagði Arnar Daði í skýjunum eftir leikinn. „ Við spiluðum frábæra vörn, Stefán Huldar var sturlaður, hann var með 67% markvörslu í fyrri hálfleik enn einn leikurinn sem hann spilar vel og var frábært að geta gefið honum sigur.” ÍR breytti af vana sínum og spilaði öðruvísi vörn en þeir hefðu áður gert fyrir áramót sem kom Arnari Daða á óvart. „Það kom okkur á óvart að þeir spiluðu 6-0 vörn því við réðum mjög vel við hana og get ég þakkað Kidda Björgúlfs þjálfara ÍR kærlega fyrir það, ég átti von á honum í sígildri 5-1 vörn sem hann fór í seinna meir sem gerði okkur stundum erfitt fyrir,” sagði Arnar sem var ánægður með hvernig liðið hans leysti þessa vörn. Grótta spilaði leik á móti FH síðasta sunnudag á meðan ÍR voru ekkert búnir að spila í deildinni síðan mótið var sett á ís. „Mér leið ekki alltof vel fyrir þennan leik, seinasti leikur á móti FH þar sem við höfðum ekki séð þá spila í þrjá mánuði og síðan mætum við ÍR sem við vorum ekki heldur búnir að sjá í þrjá mánuði og við fáum minni undirbúning en þeir svo mér fannst ÍR eiga forskot á okkur en það sást ekki í kvöld svo ætli ég hafi ekki haft rangt fyrir mér í fyrsta sinn í lífinu,” sagði Arnar aðspurður hvort það hjálpaði þeim verandi búnir að spila leik í deildinni eftir pásu.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 19:25 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Leik lokið: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 19:25