Er efstur en náði ekki að klára tvær síðustu holurnar sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:00 Louis Oosthuizen gæti byrjað daginn á því að komast einn í toppsætið eða missa toppsætið. Hann spilar tvær síðustu holurnar eldsnemma að staðartíma. AP/Gregory Bull Bandaríkjamaðurinn Russell Henley og Louis Oosthuizen frá Suður Afríku voru efstir þegar keppni lauk á Opna bandaríska risamótinu í golfi í nótt. Louis Oosthuizen spilaði á fjórum höggum undir pari eins og Russell Henley en Suður Afríkumaðurinn náði samt ekki að klára fyrsta hringinn sinn. Oosthuizen á nefnilega eftir að klára tvær holur á hringnum. .@Louis57TM is no stranger to going low on Thursday in the #USOpen. He opened with rounds of 66 and 67 in 2019 and 2020.-4 thru 16 holes was strong enough to earn him the @Lexus Top Performance of the Day. pic.twitter.com/vb0Sm9xcI9— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Það tókst ekki að klára hringinn fyrir myrkur og því munu ágætur hópur kylfinga byrja annan daginn á því að spila síðustu holurnar á hringnum. Keppni tafðist um daginn vegna þoku. Ítalinn Francesco Molinari og Spánverjinn Rafa Cabrera Bello léku báðir fyrstu átján holurnar á þremur höggum undir pari og deila þriðja sætinu. Það er líka nóg af frábærum kylfingum í kringum þessa fjóra. Brooks Koepka, Rory McIlroy, Francesco Molinari, Xander Schauffele, Hideki Matsuyama og Jon Rahm eru allri stutt á eftir. COURSE ALERT Round 1 of the 121st #USOpen was suspended at 10:51 p.m. EDT (7:51 p.m. local time). Round 1 will resume at 9:50 a.m. EDT (6:50 a.m. local time). Round 2 will begin as scheduled.@Louis57TM (-4 thru 16) co-leads with @russhenleygolf. pic.twitter.com/G3mlFE0X72— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Brooks Koepka hélt áfram að gera frábæra hluti á risamótum en hann lék hringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þetta var sjötti hringur hans í röð á risamóti þar sem hann kemur inn á 60 og eitthvað. Það gekk hins vegar mun verra hjá Bryson DeChambeau sem vann mótið í fyrra og hinum gamalreynda Phil Mickelson sem vann síðasta risamót og ætlaði sér stóra hluti á mótinu sem hann hefur aldrei unnið. Bryson DeChambeau vann opna bandaríska mótið í fyrra en lék fyrsta hringinn tveimur höggum yfir pari. Það skilar honum bara í 61. sæti. Mickelson er enn neðar eða á fjórum höggum yfir pari í 96. sæti. Staðan þegar keppni var hætt í nótt: 1. Russell Henley (Bandaríkjunum) -4 (67) 1. Louis Ooosthuizen (Suður Afríku) -4 (16*) 3. Francesco Molinari (Ítalíu) -3 (68) 3. Rafa Cabrera Bello (Spáni) -3 (68) 5. Brooks Koepka (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Xander Schauffele (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hayden Buckley (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hideki Matsuyama (Japan) -2 (69) 5. Jon Rahm (Spáni) -2 (69) 5. Sebastian Munoz (Kólumbíu) -2 (14*) Who needs a Nightcap?!@ScottWalkeronTV and @KiraDixon offer some insight on Day 1 of the #USOpen, and welcome a special guest to the show. pic.twitter.com/lQRkwqz3eh— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Golf Opna bandaríska Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Louis Oosthuizen spilaði á fjórum höggum undir pari eins og Russell Henley en Suður Afríkumaðurinn náði samt ekki að klára fyrsta hringinn sinn. Oosthuizen á nefnilega eftir að klára tvær holur á hringnum. .@Louis57TM is no stranger to going low on Thursday in the #USOpen. He opened with rounds of 66 and 67 in 2019 and 2020.-4 thru 16 holes was strong enough to earn him the @Lexus Top Performance of the Day. pic.twitter.com/vb0Sm9xcI9— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Það tókst ekki að klára hringinn fyrir myrkur og því munu ágætur hópur kylfinga byrja annan daginn á því að spila síðustu holurnar á hringnum. Keppni tafðist um daginn vegna þoku. Ítalinn Francesco Molinari og Spánverjinn Rafa Cabrera Bello léku báðir fyrstu átján holurnar á þremur höggum undir pari og deila þriðja sætinu. Það er líka nóg af frábærum kylfingum í kringum þessa fjóra. Brooks Koepka, Rory McIlroy, Francesco Molinari, Xander Schauffele, Hideki Matsuyama og Jon Rahm eru allri stutt á eftir. COURSE ALERT Round 1 of the 121st #USOpen was suspended at 10:51 p.m. EDT (7:51 p.m. local time). Round 1 will resume at 9:50 a.m. EDT (6:50 a.m. local time). Round 2 will begin as scheduled.@Louis57TM (-4 thru 16) co-leads with @russhenleygolf. pic.twitter.com/G3mlFE0X72— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021 Brooks Koepka hélt áfram að gera frábæra hluti á risamótum en hann lék hringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þetta var sjötti hringur hans í röð á risamóti þar sem hann kemur inn á 60 og eitthvað. Það gekk hins vegar mun verra hjá Bryson DeChambeau sem vann mótið í fyrra og hinum gamalreynda Phil Mickelson sem vann síðasta risamót og ætlaði sér stóra hluti á mótinu sem hann hefur aldrei unnið. Bryson DeChambeau vann opna bandaríska mótið í fyrra en lék fyrsta hringinn tveimur höggum yfir pari. Það skilar honum bara í 61. sæti. Mickelson er enn neðar eða á fjórum höggum yfir pari í 96. sæti. Staðan þegar keppni var hætt í nótt: 1. Russell Henley (Bandaríkjunum) -4 (67) 1. Louis Ooosthuizen (Suður Afríku) -4 (16*) 3. Francesco Molinari (Ítalíu) -3 (68) 3. Rafa Cabrera Bello (Spáni) -3 (68) 5. Brooks Koepka (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Xander Schauffele (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hayden Buckley (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hideki Matsuyama (Japan) -2 (69) 5. Jon Rahm (Spáni) -2 (69) 5. Sebastian Munoz (Kólumbíu) -2 (14*) Who needs a Nightcap?!@ScottWalkeronTV and @KiraDixon offer some insight on Day 1 of the #USOpen, and welcome a special guest to the show. pic.twitter.com/lQRkwqz3eh— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2021
Staðan þegar keppni var hætt í nótt: 1. Russell Henley (Bandaríkjunum) -4 (67) 1. Louis Ooosthuizen (Suður Afríku) -4 (16*) 3. Francesco Molinari (Ítalíu) -3 (68) 3. Rafa Cabrera Bello (Spáni) -3 (68) 5. Brooks Koepka (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Xander Schauffele (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hayden Buckley (Bandaríkjunum) -2 (69) 5. Hideki Matsuyama (Japan) -2 (69) 5. Jon Rahm (Spáni) -2 (69) 5. Sebastian Munoz (Kólumbíu) -2 (14*)
Golf Opna bandaríska Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira