Leikmennirnir voru sagðir vera að brjóta sóttvarnarlög, en leikurinn hafði verið í gangi í sex mínútur þegar heilbrigðisstarfsmenn í Brasilíu réðust inn á völlinn og stöðvuðu leikinn.
Leikmennirnir fjórir eru þeir Emiliano Martinez og Emiliano Buendia sem báðir leika með Aston Villa, ásamt Cristian Romero og Giovani Lo Celso sem báðir eru leikmenn Tottenham. Lo Celso er reyndar á láni hjá Villareal á Spáni.
Eins og áður segir hefur FIFA nú sett fjórmenningana í tveggja leikja bann og þeir munu því missa af tveimur af seinustu þremur leikjum liðanna í undankeppni HM. Bæði lið haf nú þegar tryggt sér sæti á HM í Katar sem fram fer í desember.
Þá hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið einnig sektað knattspyrnusambönd landanna. Bæði brasilíska og argentínska knattspurnusambandið fá 40.000 punda sekt fyrir að yfirgefa leikinn, brasilíska knattspyrnusambandið þarf að greiða 400.000 pund fyrir brot á öryggisreglum og það argentínska þarf að reiða fram 160.000 pund fyrir að fara ekki eftir settum sóttvarnarreglum.
Enn á eftir að finna nýja dagsetningu fyrir leik Brasilíu og Argentínu, en leikurinn átti að fara fram þann 5. september síðastliðinn. FIFA hefur gefið frá sér tilkynningu þess efnis að leikurinn muni fara fram.