Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir gestina frá Norrköping því Christoffer Nyman kom þeim í 0-2 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.
Heldur fór að halla undan fæti hjá Ara og félögum þegar leið á leikinn og fór að lokum svo að Hammarby vann 3-2 sigur.
Norrköping því úr leik í sænska bikarnum en keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst þann 2.apríl næstkomandi.