Guðmundur Guðmundsson hefur valið íslenska landsliðshópinn sem á að sjá til þess að strákarnir okkar verði í góðum málum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Ásvöllum á Laugardag.
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við höfuðmeiðsli. Hann og Viktor Gísli Hallgrímsson munu sjá um að stöðva skot Austurríkismanna í dag.
Hópur Íslands er ógnarsterkur en Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon eru allir leikfærir og klárir í bátana. Hópinn má sjá hér að neðan.
Landsliðshópur Íslands
Markverðir (Félag - Leikir/Mörk)
Björgvin Páll Gústavsson - Valur (240/16)
Viktor Gísli Hallgrímsson - GOG (33/1)
Aðrir leikmenn
Arnar Freyr Arnarsson - MT Melsungen (67/78)
Aron Pálmarsson - Álaborg (156/607)
Bjarki Már Elísson - Lemgo (87/257)
Elliði Snær Viðarsson - Gummersbach (19/23)
Elvar Ásgeirsson - Nancy (5/12)
Elvar Örn Jónsson - MT Melsungen (51/132)
Gísli Þorgeir Kristjánsson - Magdeburg (35/63)
Janus Daði Smárason - Göppingen (54/81)
Orri Freyr Þorkelsson - Elverum (9/9)
Óðinn Þór Ríkharðsson - KA (14/44)
Ómar Ingi Magnússon - Magdeburg (64/209)
Teitur Örn Einarsson - Flensburg-Handewitt (27/26)
Viggó Kristjánsson - Stuttgart (29/68)
Ýmir Örn Gíslason - Rhein-Neckar Löwen (60/31)
Leikur Íslands hefst klukkan 16.00 í Bregenz í Austurríki. Hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.