Freyr er að fylgjast með landsleiknum gegn Ísrael í Þjóðadeildini og eftir að Jón Dagur kom Íslandi í forystu skrifaði Freyr á Twitter að tilboð hans í Jón Dag renni út eftir 12 klukkustundir.
Kominn í 20+ landsleiki. Góður í 90% af þeim. 🙏
— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 13, 2022
Tilboð mitt rennur út eftir 12klst. Þurfið að fara ákveða ykkur 🥱
Tekið skal fram að Freyr er duglegur að gantast á Twitter en hann bætir við að Jón fær ást og traust í laun ásamt því að faðir hans og þjálfari kvennalandsliðsins, Þorsteinn Halldórsson, fái fríar pulsur í Lyngby.
Byrjaðu að leita af íbúð.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 13, 2022
Þetta er tilboð sem JDÞ á erfitt með að hafna.
2 kassar öl í sign on
Fríar Lyngby pulsur fyrir Steina Halldórs.
Gista í kjallaranum hjá mér
Frí klipping fyrir skorað mark
Laun: ást og traust
Jón Dagur hefur verið að standa sig vel með íslenska landsliðinu. Var hann að skora annað mark sitt í röð með landsliðinu eftir markið sem hann skoraði gegn Albaníu í síðasta leik í Þjóðadeildinni. Alls hefur Jón Dagur leikið 21 leik með íslenska landsliðinu og skorað í þeim 4 mörk.
Jón Dagur er eftirsóttur víða um Evrópu en Freyr mun sennilega ekki gefa upp vonina að fá Jón til liðs við sig fyrir fría klippingu eftir hvert skorað mark.