Á mánudag féllu hlutabréf í enska knattspyrnufélaginu Man United harkalega, þau hafa aldrei verið lægri síðan félagið var sett á hlutabréfamarkað. Heildarvirði félagsins féll um 1,3 milljarð punda eða rúmlega 206 milljarða íslenskra króna.
Í október síðastliðnum náði félagið hámarki sínu í kauphöllinn þökk sé fínni byrjun á tímabilinu og endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Jók það verulega virði félagsins en sú gleði entist ekki lengi. Síðan þá hafa hlutabréf félagsins fallið um 47 prósent.
United's value has dropped by over £1.3billion after shares fell to a record low on Monday.
— Rich Fay (@RichFay) June 14, 2022
Net debt of nearly £500m and the Glazers amongst those who will receive a dividend payment next week #mufc https://t.co/fZKdsAxZnO
Slæm fjárhagsstaða félagsins gæti haft áhrif á kaup og sölur leikmanna en Man United hefur ekki enn gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum á meðan samkeppnisaðilar þeirra versla mann og annan.
Skuldir félagsins hafa að sama skapi hækkað um 11,8 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári og nema nú 495,7 milljónir punda eða tæplega 79 milljörðum íslenskra króna.
Það stöðvar þó ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, að greiða sér út arð í næstu viku líkt og vani er tvisvar á ári. Fjölskyldumeðlimirnir eru sex talsins og fá vanalega tæplega 11 milljónir punda í sinn hlut.
Það gerir 22 milljónir punda á ári sem hægt væri að nýta í uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt.