Gunnhildur Yrsa kom Orlando í 2-0 á 68. mínútu með sínu öðru deildarmarki á tímabilinu. Hún skallaði þá fyrirgjöf frá Courtney Petersen í netið.
Gunny Jónsdóttir doubles the lead for the Pride!@ORLPride | #PrideOfOrlando pic.twitter.com/DTKkrPfLmY
— National Women s Soccer League (@NWSL) September 26, 2022
Það fyrra kom í 2-2 jafntefli við Kansas City Current í 3. umferð deildarinnar. Það var fyrsta mark Orlando á heimavelli á tímabilinu og Gunnhildur Yrsa skoraði einnig það síðasta.
The first and last goalscorer of the 2022 home regular season: @Gunnhildur_Yrsa #PrideOfOrlando pic.twitter.com/CHvI35Z1ht
— Orlando Pride (@ORLPride) September 26, 2022
Átta mínútum eftir mark Gunnhildar Yrsu. minnkuðu gestirnir muninn og þremur mínútum fyrir leikslok jöfnuðu þeir. Lokatölur 2-2.
Orlando er í 9. sæti af fjórtán liðum og kemst ekki ofar í lokaumferðinni sem fer fram um næstu helgi.
Gunnhildur Yrsa er á sínu öðru tímabili hjá Orlando. Hún lék áður með Utah Royals. Garðbæingurinn hefur alls leikið 87 leiki í bandarísku deildinni og skorað fimm mörk.
Orlando sækir Megan Rapinoe og stöllur hennar í Reign heim í lokaumferð deildarinnar.