Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 17:15 Parísarbúar geta ekki safnast saman fyrir framan risaskjá í miðborginni líkt og hefð er fyrir. Sömu sögu er að segja af öðrum borgum í Frakklandi. Joao Bolan/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. HM í Katar hefst þann 20. nóvember og stendur fram til 18. desember. Frakkar eiga titil að verja en þeir unnu Króatíu í úrslitum HM í Rússlandi árið 2018. Gríðarmikil stemning myndaðist þá víða um Frakkland þar sem risaskjáir voru settir upp í miðbæjum stærstu borga landsins. Yfirvöld í París tilkynntu hins vegar um ákvörðun sína í gær og fetuðu þá í fótspor margra annarra borga í landinu sem höfðu tekið samskonar ákvörðun. Borgaryfirvöld í Lille, Strasbourg, Reims, Bordeaux og Marseille munu öll sniðganga mótið með sama hætti. Pierre Rabadan, aðstoðarborgarstjóri Parísar, sem fer með íþróttamál í borginni, réttlæti ákvörðunina með vísan í skilyrði fyrir skipulagningu heimsmeistaramótsins, bæði hvað varðar umhverfis- og félagslega þætti. Þá hjálpi ekki heldur til að viðburðurinn fari fram að vetri til. Katarar hafa sætt harðri gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu vegna meintra mannréttindabrota í kringum heimsmeistaramótið. Samkvæmt tölum frá þarlendum yfirvöldum hafa þrír látist við uppbyggingu mótsins en vestrænir fjölmiðlar og mannréttindasamtök segja dauðsföllin talin í þúsundum. HM 2022 í Katar Katar Frakkland Tengdar fréttir Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Í beinni: Fram - Breiðablik | Byrja meistararnir á flugi? Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Sjá meira
HM í Katar hefst þann 20. nóvember og stendur fram til 18. desember. Frakkar eiga titil að verja en þeir unnu Króatíu í úrslitum HM í Rússlandi árið 2018. Gríðarmikil stemning myndaðist þá víða um Frakkland þar sem risaskjáir voru settir upp í miðbæjum stærstu borga landsins. Yfirvöld í París tilkynntu hins vegar um ákvörðun sína í gær og fetuðu þá í fótspor margra annarra borga í landinu sem höfðu tekið samskonar ákvörðun. Borgaryfirvöld í Lille, Strasbourg, Reims, Bordeaux og Marseille munu öll sniðganga mótið með sama hætti. Pierre Rabadan, aðstoðarborgarstjóri Parísar, sem fer með íþróttamál í borginni, réttlæti ákvörðunina með vísan í skilyrði fyrir skipulagningu heimsmeistaramótsins, bæði hvað varðar umhverfis- og félagslega þætti. Þá hjálpi ekki heldur til að viðburðurinn fari fram að vetri til. Katarar hafa sætt harðri gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu vegna meintra mannréttindabrota í kringum heimsmeistaramótið. Samkvæmt tölum frá þarlendum yfirvöldum hafa þrír látist við uppbyggingu mótsins en vestrænir fjölmiðlar og mannréttindasamtök segja dauðsföllin talin í þúsundum.
HM 2022 í Katar Katar Frakkland Tengdar fréttir Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Í beinni: Fram - Breiðablik | Byrja meistararnir á flugi? Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Sjá meira
Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31