Fundurinn hófst klukkan 11:00 en beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Einnig má sjá útsendingu frá honum hér fyrir neðan.
Einn nýliði er í íslenska hópnum, Orri Steinn Óskarsson, nítján ára framherji FC Kaupmannahafnar. Hann hefur skorað 21 mark í 33 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Al Arabi undanfarnar vikur. Birkir Bjarnason, Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru heldur ekki með.
Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar.