Allt stefndi í fall en Haugesund hélt sér uppi Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. desember 2023 18:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun Haugesund á næstu dögum en liðinu tókst að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild í dag Mynd: Haugesund Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Bodø/Glimt hafði þegar tryggt sér titilinn en staðan var enn óráðin í fallbaráttunni og Haugesund tókst með ótrúlegum hætti að tryggja áframhaldandi sæti í efstu deild. Óskar Hrafn Þorvaldsson getur þakkað Bilal Njie fyrir það að hann þjálfi lið í efstu deild á næsta tímabili. Staðan var orðin ansi dræm og allt stefndi í fall en Bilal Njie greip til sinna ráða, skoraði snögga þrennu og hélt Haugesund uppi. Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum í liði Rosenborg sem lagði Viking óvænt en auðveldlega að velli. Ísak setti opnunarmarkið í fyrri hálfleik, Adrian Pereira tvöfaldaði svo forystuna áður en Ísak kom Rosenborg 3-0 yfir á 59. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki með RosenborgVísir/Getty Sander Tangvik, markvörður Rosenborg, var rekinn af velli skömmu síðar og varamarkvörðurinn Andre Hansen tókst ekki að verja skot Zlatko Tripic sem minnkaði muninn fyrir Viking. Það gerði þó ekkert til því Rosenborg átti eftir að bæta tveimur mörkum við í uppbótartíma og loka leiknum 5-1. Viðar Ari Jónsson skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Ham/Kam í 1-1 jafntefli gegn Molde. Ari Leifsson og Logi Tómasson héldu marki Strömsgodset hreinu í 3-0 sigri á Brann. Viðar Ari er fyrrum FH-ingur sem leikur í dag með Ham/KamVísir/Vilhelm Valeranga varð ekki eins heppið og Haugesund. Þeir komust marki yfir á 63. mínútu í leik sínum gegn Tromso og allt leit út fyrir áframhaldandi veru í efstu deild en gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma. Nú tekur við umspilsleikur Valeranga gegn Kristiansund sem endaði í þriðja sæti næstefstu deildar. Brynjólfur Willumsson átti tvær stoðsendingar í 4-2 sigri gegn Kongsvinger sem tryggði Kristiansund umspilsleikinn gegn Valeranga. Norski boltinn Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson getur þakkað Bilal Njie fyrir það að hann þjálfi lið í efstu deild á næsta tímabili. Staðan var orðin ansi dræm og allt stefndi í fall en Bilal Njie greip til sinna ráða, skoraði snögga þrennu og hélt Haugesund uppi. Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum í liði Rosenborg sem lagði Viking óvænt en auðveldlega að velli. Ísak setti opnunarmarkið í fyrri hálfleik, Adrian Pereira tvöfaldaði svo forystuna áður en Ísak kom Rosenborg 3-0 yfir á 59. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki með RosenborgVísir/Getty Sander Tangvik, markvörður Rosenborg, var rekinn af velli skömmu síðar og varamarkvörðurinn Andre Hansen tókst ekki að verja skot Zlatko Tripic sem minnkaði muninn fyrir Viking. Það gerði þó ekkert til því Rosenborg átti eftir að bæta tveimur mörkum við í uppbótartíma og loka leiknum 5-1. Viðar Ari Jónsson skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Ham/Kam í 1-1 jafntefli gegn Molde. Ari Leifsson og Logi Tómasson héldu marki Strömsgodset hreinu í 3-0 sigri á Brann. Viðar Ari er fyrrum FH-ingur sem leikur í dag með Ham/KamVísir/Vilhelm Valeranga varð ekki eins heppið og Haugesund. Þeir komust marki yfir á 63. mínútu í leik sínum gegn Tromso og allt leit út fyrir áframhaldandi veru í efstu deild en gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma. Nú tekur við umspilsleikur Valeranga gegn Kristiansund sem endaði í þriðja sæti næstefstu deildar. Brynjólfur Willumsson átti tvær stoðsendingar í 4-2 sigri gegn Kongsvinger sem tryggði Kristiansund umspilsleikinn gegn Valeranga.
Norski boltinn Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira