Guðrún lék allan leikinn að venju í hjarta varnar Rosengård. Eftir sigurinn er liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum þremur umferðum.
Þórdís Elva lagði upp annað mark Växjö í 2-1 sigri á Linköping. Bryndís Arna Níelsdóttir lék ekki með sigurliðinu vegna meiðsla. Þetta var annar sigur Växjö í fyrstu þremur umferðunum, er liðið með 6 stig í 5. sæti.
Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad sem tapaði 0-2 fyrir Hammarby. Guðný Árnadóttir kom inn af varamannabekk Kristianstad um miðbik síðari hálfleiks. Íslendingaliðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum og er með 3 stig í 9. sæti.
Þá voru Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Katla María Þórðardóttir í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-0 fyrir Djurgården. Íslendingalið Örebro er án stiga í 13. sæti af 14.