Handbolti

„Svekkjandi ef einn hálf­leikur eyði­leggur mótið hjá okkur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó hefur staðið sig frábærlega á HM.
Viggó hefur staðið sig frábærlega á HM. vísir/vilhelm

„Þetta er gríðarlega þungt og maður svona hálfpartinn trúir þessu ekki enn þá. Þetta er staðan og við erum enn að spila fyrir Ísland þannig að við verðum að rífa okkur upp og spila vel gegn Argentínu,“ segir Viggó Kristjánsson en hann var enn að sleikja sárin eftir Króataleikinn er Vísir hitti hann í gær.

„Leikurinn byrjaði illa strax í byrjun. Við náum ekki vörn og markvörslu og erum að tapa boltanum. Því fer sem fer. Kannski hefði þetta farið öðruvísi ef munurinn hefði verið fjögur mörk í hálfleik en ekki átta.“

„Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi ef einn hálfleikur gerir það að verkum að við erum úr leik á mótinu. Svona er boltinn. Maður gæti verið margar vikur að vorkenna sér en sem betur fer er leikur handan við hornið.“

Klippa: Viggó vill enda með stæl

Það er kúnst að rífa sig upp á skömmum tíma þegar liðið lendir í álíka áfalli og gegn Króatíu.

„Það mun taka smá tíma. Við meltum þetta yfir daginn en borðum saman um kvöldið. Við ætlum að mótivera okkur og koma sterkir í leikinn gegn Argentínu. Það er það minnsta sem við getum gert fyrir allt fólkið sem elti okkur hingað. Við viljum enda þetta vel ef þetta verður kveðjuleikur okkar á mótinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×