Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu.
Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu.
Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi.
„Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf.
Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt.
Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️
— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025