Skoðun

Flosa til for­mennsku í VR

Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar

Ég fagna því sem félagsmaður til áratuga í VR að Flosi Eiríksson hafi ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í félaginu. Það skiptir máli hver stýrir VR sem er stærsta verkalýðsfélag Íslands með rúmlega 40.000 meðlimi. Ábyrgð þeirra sem stýra VR er því mikil við að gæta hagsmuna félagsfólks. En það er líka á ábyrgð félagsfólks að gæta hagsmuna sinna og kjósa til forystu gott, heiðarlegt og hæft fólk til forystu. Þar tikkar Flosi Eiríksson í öll boxin. Hann hefur verið félagi lengi, hann hefur reynslu af trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar sem framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins og er því með mikilvæga reynslu í gerð kjarasamninga og baráttu fyrir réttindum á vinnumarkaði. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og lagt sitt af mörkum í sjálfboðaliðastörfum fyrir sitt hverfisfélag Breiðablik, nú sem formaður knattspyrnudeildar.

Hlutverk VR er að gæta hagsmuna minna og þinna, hlutverk VR er að veita félagsfólki þjónustu þegar á bjátar. Það eru hagsmunir okkar félagsfólks að VR sé sterkt og öflugt félag með öfluga, trausta, réttsýna og heiðarlega forystu. Í mínum huga er Flosi Eiríksson samnefnarinn sem leiðir VR áfram veginn. Tökum þátt í rafrænni kosningu til formanns VR 6. – 13. mars.

Höfundur er félagi í VR.




Skoðun

Sjá meira


×