Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Bæjarráð hafnaði styrkveitingu

Bæjarráð Hornafjarðar hefur hafnað ósk aðstandenda kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur um styrk til þess að hægt sé að sýna myndina í sveitarfélaginu. Kvikmyndin var tekin upp í Hornafirði sem er jafnframt heimabær leikstjórans, Hlyns Pálmasonar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Steindi ætlar að koma með titilinn heim

Steindi Jr. er staddur í finnsku borginni Oulu til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í luftgítar. Með honum í för er Sigríður móðir hans og gera þau ráð fyrir íslenskum sigri. Steindi segir Eurovision fölna miðað við keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Mussila fékk gullverðlaun

Stafræni íslenski tónlistarleikurinn Mussila fékk virt foreldraverðlaun í Bandaríkjunum sem besta appið. Það eru þriðju verðlaunin sem honum hlotnast á ári.

Innlent
Fréttamynd

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Innlent