

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Sjáðu mjög svo vandræðalega stiklu úr Klovn myndinni sem tekin var upp hér á landi
Þeir Casper Christensen og Frank Hvam voru hér á landi í byrjun október til að taka upp efni fyrir nýjustu Klovn myndina sem hefur fengið nafnið Klovn the Final.

Fór í sama viðtalið þrjú ár í röð og svörin breyttust mikið
Söngkonan vinsæla Billie Eilish hefur farið í sama viðtali hjá Vanity Fair þrjú ár í röð.

Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista
Mestu skáldsagnajól sögunnar.

Lætur til sín taka í menningarlífinu
Aðalheiður Magnúsdóttir bjó í New York, London og Hong King í 25 ár. Hún rekur Ásmundarsal og stendur þar fyrir margs konar listsýningum. Hún og eiginmaður hennar eiga meirihluta í Fossum mörkuðum. Aðalheiður situr í stjórn Hörpu og kemur því að rekstri tveggja húsa sem helguð eru listinni.

Tekur þátt í rússneskri tónlistarkeppni
Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanóleikari, tekur þátt í einni stærstu tónlistarkeppni Rússlands sem er að hluta til sjónvarpað um allt Rússland og einnig á netinu.

Raggi Bjarna poppar listann enn upp
Fyrir á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna eru Bubbi, Megas og Gunni Þórðar.

Hollywooddrama í háum gæðaflokki
Árið 1966 lét bílaframleiðandinn Ford hanna og smíða Ford GT40 kappakstursbílinn. Tilgangur þess var að sigra Ferrari í Le Mans úthaldskappakstrinum í Frakklandi en þar er keyrt í hringi í heilan sólarhring. Kvikmyndin Ford v Ferrari fjallar um þetta.

Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara
Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina.

Skítamórall tróð upp hjá Gumma Ben
Skítamórall fagnar um þessar mundir þrjátíu ára afmæli og stendur sveitin fyrir risatónleikum í Hörpunni 9. maí á næsta ári.

Spenna og illska
Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabókaflóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpasögurnar taka þar sitt pláss að venju.

Flækjugangur kjarnafjölskyldunnar
Stella er alveg að missa þolinmæðina.

Af geimverum og tilfinningum
Sögur um geimverur sem hafa eitthvað til jarðarinnar og jarðarbúa að sækja hafa verið hluti af menningararfi Vesturlanda síðan 1898.

Ólíkar raddir
Melkorka og Ragnheiður Harpa senda frá sér ljóðabækur. Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd en í ljóðum Melkorku er mikið um náttúruminni.

Taylor Swift sópaði að sér AMA verðlaunum
Bandaríska söngkonan Taylor Swift hlaut í gær viðurkenninguna tónlistarmaður áratugarins, á American Music Awards

Heyrði óm af verkinu þegar þau hringdu í mig
Íslenskir strengir og söngsveitin Ægisif halda tónleika í Kristskirkju í kvöld. Þar hljómar í fyrsta sinn nýtt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Laudem Domini.

Erfiðleikar mannsins
Fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness Halldórssonar, eða Dóra DNA, er einstaklega vel heppnuð og fjallar um undarlegt tilfinningalíf mannskepnunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt.

Segir One Direction ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan Zayn
Söngvarinn Harry Styles segist ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan félaga síns Zayn Malik á meðan þeir unnu saman í strákasveitinni One Direction. Styles segir sömu sögu að segja um aðra meðlimi sveitarinnar.

Skáldsagnarstórflóð og aukinn lestur
Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi.

K-poppstjarna fannst látin
Fyrrverandi meðlimur K-Poppsveitarinnar Hara, hin 28 ára gamla Goo Ha-ra fannst í dag látin á heimili sínu.

„Það snerist allt um að vera eins grönn og létt og ég gat verið“
Sextán ára dansferli Malínar Öglu Kristjánsdóttur lauk með skíðaslysi í Noregi. Hún á nú von á sínu fyrsta barni og tekur þátt í Allir geta dansað.

Allir hrífast
Hátíðarballettinn frá Pétursborg flytur hið fræga Svanavatn í Hörpu.

Lífið og Á eigin fótum á stærstu barnaleikhúshátíð í heimi
Lífið - Stórskemmtilegt drullumall! og á Eigin fótum hefur verið boðið að sýna á heimsþingi Assitej í Japan á næsta ári. Assitej eru heimssamtök barnaleikhúss og halda samtökin árlegt heimsþing sem er stærsta barnaleikhúshátíð í heimi.

Thorvaldsen í Milano
Sýning á verkum Bertels Thorvaldsen stendur yfir í Milano. Sýningin var opnuð seint í síðasta mánuði í einu af helstu söfnum Milano, Gallerie d'Italie við Scalatorg.

Ekkert að fela mokast út frá útgefanda
Forlagið hefur pantað endurprentun á bókinni.

Þórunn Antonía frumsýnir myndband við lagið Ofurkona
Myndbandið við lagið Ofurkona með Þórunni Antoníu var frumsýnt í Smárabíói í hádeginu á samstöðufundi Góða Systir undir yfirskriftinni: Hvað er að vera kona?

Hvarf inní grúskið og áratugur farinn
Út er komið sannkallað stórvirki eftir Pál Baldvin Baldvinsson en í því gerir hann hinum æsispennandi síldarárum skil.

Föstudagsplaylisti Jónasar Haux
Dómsdagsspámenn og gárungar safnast saman á Gauknum um helgina. Jónas Haux hefur safnað dómsdagsrokksslögurum í sarpinn í tilefni.

Nýstignir úr dýflissunni
Bræðurnir Bjarki og Egill mynda saman hljómsveitina Andy Svarthol. Í kvöld halda þeir tónleika á Hressó í tilefni útgáfu sinnar fyrstu plötu.

Dansa á landamærum ástar og örvæntingar
Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur.

Apple hætti skyndilega við frumsýningu nýrrar myndar vegna „áhyggja“
Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð.