Portúgal

Biðu í margar klukkustundir eftir Ronaldo: „Má ég fá treyjuna þína“
Segja má að algjört Ronaldo-æði hafi gripið um sig í Reykjavík í gær í tengslum við leik portúgalska landsliðsins við það íslenska í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli.

Myndir: Létt yfir Ronaldo og félögum á æfingu í Laugardalnum
Portúgalska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag í undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Mikill fjölda áhorfenda var mættur á völlinn til að berja stjörnur Portúgals augum.

Hætta leitinni í Portúgal
Leitinni að líkamsleifum Madeileine McCann við uppistöðulón í Portúgal er lokið. Lögregluþjónar og aðrir opinberir starfsmenn eru að pakka saman við lónið sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem McCann hvarf árið 2007.

Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann
Christian Wolter, þýskur saksóknari, segir að þýska lögreglan hafi tekið ákvörðun um að leita í og við uppistöðulón í Portúgal eftir að hafa fengið tilteknar ábendingar, eins og Wolter komst að orði. Leitin tengist hvarfi Madeleine McCann.

Leitað að Maddie við lón í Portúgal
Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám.

Leitað við stíflu í máli McCann
Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“
Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007.

Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður
Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands.

Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða
Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar.

Bannað að leigja ferðamönnum
Fasteignaverð í Portúgal er í hæstu hæðum og láglaunafólk hefur ekki lengur ráð á þaki yfir höfuðið. Meirihlutastjórn sósíalista hefur kynnt róttækar aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Auðar íbúðir verða teknar traustataki, leiguþak verður sett á og bannað verður að leigja húsnæði út til ferðamanna.

Roberto Martinez tekur við portúgalska landsliðinu
Roberto Martinez, fyrrum þjálfari Belga, er tekinn við sem þjálfari portúgalska landsliðsins. Portúgalska sambandið staðfesti þetta á sínum miðlum.

Staðfesta að Ronaldo hafi skrifað undir í Sádi-Arabíu
Það er klappað og klárt að Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, muni enda ferilinn í Sádi-Arabíu. Þessi 37 ára gamli Portúgali hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr þar í landi.

Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu
Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu.

Spilaði í Víkinni í fyrra: Hver er Gonçalo Ramos?
Það vakti mikla athygli þegar Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ákvað að byrja með Gonçalo Ramos sem fremsta mann gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM og skilja þar með Cristiano Ronaldo eftir á bekknum. Portúgal vann 6-1, Ramos skoraði þrennu og Santos fór sáttur að sofa. En hver er Gonçalo Matias Ramos?

Brá í brún þegar félagið tilkynnti að hann væri látinn
Portúgalska stórliðið Porto tilkynnti í gær um andlát Domingos Gomes, sem var yfirlæknir fótboltaliðs félagsins um árabil. Gomes er aftur á móti sprelllifandi.

Ronaldo fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano ROnaldo varð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum. Ronaldo skoraði fyrsta mark Portúgal er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana.

Fór heim frá Portúgal með stjörnur í augunum
Það mátti sannarlega finna ljós í myrkrinu á flugvellinum í Porto í gærkvöldi eftir 4-1 tap gegn heimakonum í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta á næsta ári.

Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu
„Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta.

FIFA leyfði ekki keppnistreyju Portúgal
Alþjóðlega knattspyrnusambandið FIFA, lét portúgalska knattspyrnusambandið vita að fyrirhuguð keppnistreyja þeirra fyrir HM 2022 væri ólögleg.

Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal
Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal.

Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal.

Heilbrigðisráðherra segir af sér í kjölfar dauða þungaðs ferðamanns
Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgal, hefur sagt af sér eftir að þungaður ferðamaður lést eftir að hafa verið vísað frá yfirfullri fæðingadeild.

Telja sig hafa fundið bein úr stærstu risaeðlu sögunnar
Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu.

Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda
Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geisuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu.

„Þetta er allt að springa á sama tíma“
Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga.

Miklir skógareldar og hiti í Portúgal
Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið.

Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum
Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum.

Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum
Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino.

Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni
Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings.

Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann
Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007.