Fjarðabyggð

Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi
Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót.

Fönguðu lifandi leðurblöku
Leðurblaka, svokölluð trítilblaka, fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi í síðustu viku. Skipverjar fönguðu hana lifandi og komu til Náttúrustofu Austurlands.

Stundar veðurhappdrætti með rekstri garðyrkjustöðvar
„Þetta er náttúrlega veðurhappdrætti sem ég stunda. Ef það er rigningarvor þá er ég í vondum málum,“ segir garðyrkjufræðingurinn Anna Heiða Gunnarsdóttir á Reyðarfirði.

Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið
Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst.

Læknar óskast til starfa - sól og góðum móttökum heitið!
Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur.

Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar
Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm.

Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg
Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist.

Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng.

Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands
Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.

Fæðingardeildinni á Neskaupstað lokað fram á laugardag
Loka þurfti fæðingardeildinni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað í gærkvöldi þar sem enginn svæfingarlæknir er til staðar. Verður deildin lokuð fram til laugardags.

„Ég var skelfingu lostinn“
Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs.

„Það er allt í skrúfunni“
„Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir.

Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana
Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað.

Fundu tvö kíló af fíkniefnum í töskum móður og sextán ára sonar
Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina er komu til Seyðisfjarðar með Norrænu að morgni þriðjudagsins 13. september síðastliðinn. Þetta kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér
Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að.

Barist um hvern haus á Austurlandi og hótel keypt til að hýsa starfsfólk
Vinnuaflsskortur þjakar atvinnulíf á Austurlandi. Skortur á húsnæði hamlar því að fólk flytji inn í fjórðunginn og eru dæmi um að fyrirtæki hafi keypt hótel til að koma starfsfólki fyrir.

Köfunarþjónusta byggist upp til að þjóna fiskeldi á Austfjörðum
Sérhæft köfunarfyrirtæki með fjórum atvinnuköfurum er orðið til á Austfjörðum. Helstu verkefni eru í kringum fiskeldi auk almennrar þjónustu við útgerðir fiskiskipa.

Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands
Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi.

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina
Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn
Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt.

Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík
Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins.

Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði
Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu.

Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra
Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta.

Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð
Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum.

Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts
Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu.

Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga
„Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“

Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins
Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns.

Skemmtilegur dýragarður á Skorrastað
Geiturnar, kisurnar, kanínurnar, hundurinn, hænurnar, kindurnar og hestarnir á bænum Skorrastað við Neskaupstað vekja alltaf mikla ánægju hjá gestum en þar er rekin dýragarður og ferðaþjónusta. Bóndinn á bænum segist ekki sakna þess að komast ekki til útlanda á sumrin, Ísland sé alltaf best.

Af hverju Fjarðarheiðargöng?
Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga?

Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði
Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt.