Sundlaugar og baðlón

Fréttamynd

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að laga gufu­lögnina á ný til að geta haldið úti sund­kennslu

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í sánu eftir að ofn losnaði

Eldur kom upp í sánu í Vesturbæjarlaug í dag. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir starfsmenn hafa brugðist fljótt við og slökkt eldinn. Hún er vongóð að sánan opni aftur á næstu dögum, jafnvel á morgun ef allt gengur upp.

Innlent
Fréttamynd

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysa­gildru

Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.

Innlent
Fréttamynd

Stór­efla öryggi í sund­laugum eftir and­lát ungs manns

Borgarráð hefur samþykkt þrettán tillögur um bætingu öryggis í sundlaugum Reykjavíkur, umfram það sem lög og reglur kveða á um. Tillögurnar voru samþykktar í nafni Guðna Péturs Guðnasonar, sem lést í Sundhöll Reykjavíkur í janúar árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Sund­laugar ríka fólksins mikil um­hverfis­ógn

Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn.

Erlent
Fréttamynd

Minnst níu hafa látist í sund­laugum hér­lendis

Frá árinu 2000 hafa að minnsta kosti níu manns látist í sundlaugum hér á landi. Þrír hafa látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum. Hafþór B. Guðmundsson sérfræðingur á sviði sund og björgunarmála hefur kallað eftir að komið verði á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd sundlaugarslysa.

Innlent
Fréttamynd

Mið­næturopnunin „krefjandi“ og kostnaðar­samari en gert var ráð fyrir

Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Gunna Tryggva færir Sel­fyssingum veg­lega gjöf með skýrum skil­yrðum

Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Menning
Fréttamynd

Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Innlent
Fréttamynd

Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp

Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný.

Innlent