Hlín var í byrjunarliði Piteå en fór af leikvelli eftir 67. mínútur. Berglind byrjaði á varamannabekk Örebro en var skipt inn á í hálfleik, þegar Piteå var 2-0 yfir þökk sé mörkum frá Katrina Guillou. Hanna og Fanny Andersson skoruðu sitthvort markið fyrir Piteå í síðari hálfleik áður en Amanda Rantanen skoraði sárabótamark fyrir Örebro á 89. mínútu leiksins.
Með sigrinum fer Piteå upp fyrir Örebro í deildinni. Piteå er nú með 10 stig í þriðja sæti en Örebro er í því fimmta með níu stig. Bæði lið hafa leikið 5 leiki, einum leik meira en flest önnur lið í deildinni.