Á Twitter birtust myndir af níu nýjum landsliðsbúningum sem Puma framleiðir, þar á meðal búningi Íslands. Venju samkvæmt er búningurinn blár. Á honum er svo dökkblá rönd og rautt í hálsmálinu.

Hvort sem þetta er raunverulegi búningurinn skal ósagt látið en það kemur í ljós á næstunni.
Í samtali við Fótbolta.net í byrjun mánaðarins sagði Stefán Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ, að nýr búningur Íslands yrði kynntur í maí.
Stefán staðfesti einnig að búið væri að framleiða sérstakan landsliðsbúning sem Ísland spilar í á EM kvenna í sumar.
🚨 Camisetas de selecciones nacionales Puma que serán lanzadas en las próximas semanas: Italia, Serbia (escudo nuevo), República Checa (escudo nuevo), Senegal, Marruecos, Ghana, Suiza, Costa de Marfil e Islandia.
— Todo Sobre Camisetas (@EleteTSC) May 23, 2022
Por ahora nada de Uruguay. pic.twitter.com/0bfw4hkVlF