„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2022 21:40 Sandra Sigurðardóttir átti frábæran leik í íslenska markinu í kvöld og var grátlega nálægt því að koma liðinu á HM. Patrick Goosen/Getty Images „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. Sjálf átti Sandra frábæran leik í markinu í kvöld, en hollenskt mark á lokasekúndum leiksins sá til þess að íslensku stelpurnar þurfa að fara í umspil á meðan þær hollensku fá beint sæti á HM. „Við töpuðum samt og það er það sem ég er að hugsa um, ekki endilega það sem ég gerði. Við töpuðum, ég ætlaði að komast á HM í dag, en það tókst ekki.“ En hvernig er stemningin í klefanum eftir svona leik þar sem liðið er svona grátlega nálægt því að tryggja sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti í sögunni? „Hún er bara auðvitað þung. Auðvitað er það klisja að við eigum að bera höfuðið hátt og við erum enn í möguleika, en þurfum bara að fara lengri leið. Við erum metnaðarfullar og ætluðum að klára þetta í dag og vorum bara örfáum sekúndum frá því. Það er bara það sem er mest svekkjandi.“ Íslenska liðið vissi fyrir leikinn að leikurinn í kvöld yrði þeim erfiður, en á löngum köflum í fyrri hálfleik var hreint ótrúlegt að staðan væri enn markalaus. „Við vissum svo sem að það myndi alveg liggja á okkur á einhverjum tímapunkti. Ég tek það ekki af hollensku stelpunum að þær eru með frábært lið. En einhvernveginn var ég með tilfinningu í leiknum að við myndum halda hreinu og að við myndum klára þetta. Við vorum bara eins nálægt því og hægt er og það er ansi súrt.“ Eins og áður segir átti Sandra frábæran leik í íslenska markinu þar sem hún varði eins og berserkur, þá aðallega í fyrri hálfleik. Hún segir að mögulega sé þetta hennar besti landsleikur, en þó leikur sem hún vilji gleyma sem fyrst. „Ég er svo sem ekkert búin að fara yfir þetta mikið í huganum þannig. En jú ég man eftir einhverju og ég gerði vel. Mig langar bara að gleyma honum og halda áfram.“ Von íslenska liðsins er þó langt frá því að vera úti þar sem nú tekur við umspil, en Sandra segir ekkert annað í boði en að klára það verkefni og tryggja sæti íslands á HM. „Við hengjum haus í dag og kannski eitthvað fram eftir degi á morgun. En svo þurfum við bara að einbeita okkur að næsta verkefni og við sjáum hvað við fáum. Ég held að það sé dregið á föstudaginn. Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag. Við tökum bara næsta verkefni.“ Klippa: Sandra Sig eftir tapið gegn Hollandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Sjálf átti Sandra frábæran leik í markinu í kvöld, en hollenskt mark á lokasekúndum leiksins sá til þess að íslensku stelpurnar þurfa að fara í umspil á meðan þær hollensku fá beint sæti á HM. „Við töpuðum samt og það er það sem ég er að hugsa um, ekki endilega það sem ég gerði. Við töpuðum, ég ætlaði að komast á HM í dag, en það tókst ekki.“ En hvernig er stemningin í klefanum eftir svona leik þar sem liðið er svona grátlega nálægt því að tryggja sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti í sögunni? „Hún er bara auðvitað þung. Auðvitað er það klisja að við eigum að bera höfuðið hátt og við erum enn í möguleika, en þurfum bara að fara lengri leið. Við erum metnaðarfullar og ætluðum að klára þetta í dag og vorum bara örfáum sekúndum frá því. Það er bara það sem er mest svekkjandi.“ Íslenska liðið vissi fyrir leikinn að leikurinn í kvöld yrði þeim erfiður, en á löngum köflum í fyrri hálfleik var hreint ótrúlegt að staðan væri enn markalaus. „Við vissum svo sem að það myndi alveg liggja á okkur á einhverjum tímapunkti. Ég tek það ekki af hollensku stelpunum að þær eru með frábært lið. En einhvernveginn var ég með tilfinningu í leiknum að við myndum halda hreinu og að við myndum klára þetta. Við vorum bara eins nálægt því og hægt er og það er ansi súrt.“ Eins og áður segir átti Sandra frábæran leik í íslenska markinu þar sem hún varði eins og berserkur, þá aðallega í fyrri hálfleik. Hún segir að mögulega sé þetta hennar besti landsleikur, en þó leikur sem hún vilji gleyma sem fyrst. „Ég er svo sem ekkert búin að fara yfir þetta mikið í huganum þannig. En jú ég man eftir einhverju og ég gerði vel. Mig langar bara að gleyma honum og halda áfram.“ Von íslenska liðsins er þó langt frá því að vera úti þar sem nú tekur við umspil, en Sandra segir ekkert annað í boði en að klára það verkefni og tryggja sæti íslands á HM. „Við hengjum haus í dag og kannski eitthvað fram eftir degi á morgun. En svo þurfum við bara að einbeita okkur að næsta verkefni og við sjáum hvað við fáum. Ég held að það sé dregið á föstudaginn. Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag. Við tökum bara næsta verkefni.“ Klippa: Sandra Sig eftir tapið gegn Hollandi
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05
„Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56
„Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05
Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15