Fáránleikinn var kannski fullkomnaður í uppbótaleik Botafogo og Fluminense í efstu deild í Brasilíu um helgina.
Botafogo var 3-2 yfir í leiknum í uppbótartíma þegar varamaðurinn Yarlen meiddist við endalínuna.
Yarlen lá í grasinu en utan vallar. Liðsfélagi hans kom þá hlaupandi og dró hann aftur inn á völlinn.
Þá komu markvörður og varnarmaður Fluminense og drógu hann aftur út af vellinum. Þá ákvað varamaður Botafogo, sem var að hita upp, að ýta Yarlen aftur inn á völlinn.
Yarlen vissi varla hvað var eiginlega í gangi.
Leikurinn fór nú aftur í gang og Botafogo innsiglaði sigur sinn með fjórða markinu. Það mark skoraði Emerson á tíundu mínútu í uppbótartíma.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu fáránlega atviki og það vantar bara lagið hans Benny Hill undir.