Ísland og Úkraína áttust við í Póllandi um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Ísland komst í leik kvöldsins með 4-1 sigri á Ísrael þar sem Albert skoraði þrennu. Hann heldur uppteknum hætti og skoraði glæsilegt mark eftir tæplega hálftíma í kvöld.
Mark Alberts var eina mark fyrri hálfleiks en Úkraína jafnaði metin snemma í síðari hálfleik eftir dapran varnarleik.
Þegar sjö mínútur voru til leiksloka komst Úkraína yfir og það reyndist sigurmark leiksins.