UEFA setur pressu á City Football Group Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2024 17:15 Manchester City er ríkjandi meistari en mun ekki verja titilinn í ár. Rob Newell - CameraSport via Getty Images UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári. City Football Group (CFG) er móðurfélag Manchester City og á 47 prósenta hlut í Girona. Samkvæmt reglum UEFA mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki leika í sömu keppni en bæði félög hafa tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Sambærileg mál á undanförnum árum Red Bull breytti eignarhaldi sínu á RB Leipzig fyrir tímabilið 2017-18 svo félagið gæti tekið þátt í Meistaradeildinni samhliða RB Salzburg. Red Bird Capital, sem á ítalska félagið AC Milan og franska félagið Toulouse, þurfti að sanna fyrir UEFA í fyrra að félögin væru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Vandamál CFG er öllu stærra þar sem þeim hefur ekki tekist að sanna sérstöðu eða fjárhagslegt sjálfstæði fyrir UEFA. Möguleikar í stöðunni City Football Group standa því tveir möguleikar til boða. Þröskuldur UEFA miðast við 30 prósent eignarhlut og CFG gæti því annars vegar gætu þeir selt frá sér 17 prósent af 47 prósenta eignarhluti félagsins í Girona. Eða fært allan eignarhlut félagsins í sjálfstæðan fjárvörslusjóð skipaðan af UEFA. CFG ætti þannig áfram 47 prósent hlut í félaginu en myndi afsala sér stjórn og ákvarðanatöku. Fylgi CFG ekki settum reglum fyrir 3. júní verður annað hvort Girona eða Man. City að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fari svo að Man. City verði Englandsmeistari fá þeir Meistaradeildarsætið, en ef Man. City og Girona enda bæði í 2. sæti, sem er enn möguleiki, þá fær Girona Meistaradeildarsætið sökum þess að spænska deildin er hærra sett á styrkleikalista UEFA. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
City Football Group (CFG) er móðurfélag Manchester City og á 47 prósenta hlut í Girona. Samkvæmt reglum UEFA mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki leika í sömu keppni en bæði félög hafa tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Sambærileg mál á undanförnum árum Red Bull breytti eignarhaldi sínu á RB Leipzig fyrir tímabilið 2017-18 svo félagið gæti tekið þátt í Meistaradeildinni samhliða RB Salzburg. Red Bird Capital, sem á ítalska félagið AC Milan og franska félagið Toulouse, þurfti að sanna fyrir UEFA í fyrra að félögin væru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Vandamál CFG er öllu stærra þar sem þeim hefur ekki tekist að sanna sérstöðu eða fjárhagslegt sjálfstæði fyrir UEFA. Möguleikar í stöðunni City Football Group standa því tveir möguleikar til boða. Þröskuldur UEFA miðast við 30 prósent eignarhlut og CFG gæti því annars vegar gætu þeir selt frá sér 17 prósent af 47 prósenta eignarhluti félagsins í Girona. Eða fært allan eignarhlut félagsins í sjálfstæðan fjárvörslusjóð skipaðan af UEFA. CFG ætti þannig áfram 47 prósent hlut í félaginu en myndi afsala sér stjórn og ákvarðanatöku. Fylgi CFG ekki settum reglum fyrir 3. júní verður annað hvort Girona eða Man. City að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fari svo að Man. City verði Englandsmeistari fá þeir Meistaradeildarsætið, en ef Man. City og Girona enda bæði í 2. sæti, sem er enn möguleiki, þá fær Girona Meistaradeildarsætið sökum þess að spænska deildin er hærra sett á styrkleikalista UEFA.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira