RAX Augnablik - Guðmundur Eyjólfur á Rúnu

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson vildi ná myndum af sjómanni á opnum viðarbáti áður en þeir hyrfu fyrir fullt og allt og heyrði af eldri manni á Ísafirði, Guðmundi Eyjólfi, sem sigldi flesta daga á slíkum báti. Báturinn hét Rúna, í höfuðið á eiginkonu Guðmundar, og var svo lítill að aðrir sjómenn beygðu frá honum af ótta við að sökkva honum. RAX hélt til Ísafjarðar og fékk að fylgja Guðmundi Eyjólfi á sjóinn til þess að fanga þessa arfleifð okkar Íslendinga á mynd.

10428
03:44

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik