
Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum og reyndist hetja Malmö þegar liðið vann Elfsborg 2-1 í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Alls komu þrír Íslendingar við sögu.
Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið.
Sóknarleikmönnum Chelsea hefur gengið illa fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá áramótum. Markahæstur liðsins á þessu ári er varnarmaðurinn Marc Cucurella.
Virgil van Dijk hefur rofið þögnina um áframhaldandi veru fyrirliðans hjá Liverpool eftir yfirstandandi leiktíð. Samningur hans, líkt og Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, rennur út í sumar.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var gerð að fyrirliða Þróttar þegar hún var aðeins átján ára gömul.
Aðeins tveir leikir milli liða úr Bestu deild karla verða í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Bikarmeistarar KA mæta KFA.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni.
Króatinn Ivan Juric hefur yfirgefið lið Southampton sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær eftir tap fyrir Tottenham Hotspur. Aldrei hefur lið fallið eins snemma úr deildinni.
Jérémy Mathieu átti flottan feril sem fótboltamaður en líf hans er allt öðruvísi í dag.
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn.
Gary Neville, fyrrveranda fyrirliða Manchester United, var býsna heitt í hamsi þegar hann kvartaði yfir því hversu slakur honum fannst Manchester-slagurinn í gær vera. Hann segir að fótboltinn í dag sé of vélrænn.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að stuðningsmenn Manchester United ættu að skammast sín vegna söngva um móður Phils Foden.
Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum.
Fyrrum fyrirliði Manchester United sagði eftir jafntefli liðsins gegn Manchester City í dag að liðið væri enn ekki nægilega gott. United var betra liðið í leiknum í dag og fékk fleiri færi til að skora.
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði markið sem færði Skagamönnum sigurinn þegar liðið sótti Fram heim í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
Skagamenn fara vel af stað í Bestu-deild karla en liðið lagði Fram að velli með einu marki gegn engu í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Það var Rúnar Már Sigurjónsson sem gerði gæfumuninn fyrir Skagaliðið að þessu sinni.
Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í Panathinaikos eru í harðri baráttu um sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Liðið vann mikilvægan sigur í kvöld.
KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn.
KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en KR-ingar luku leik tveimur leikmönnum færri.
Nágrannaliðin Manchester City og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Etihad-leikvanginum í dag. Baráttan um Evrópusæti harðnar enn.
Stefán Ingi Sigurðarson átti góðan leik fyrir Sandefjord sem vann góðan heimasigur í norsku deildinni í dag. Þá lék Logi Tómasson með Strömgodeset sem vann stórsigur.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sáttur með leik sinna mann í dag gegn Val á Hlíðarenda. Vestri sótt þar gott stig á erfiðum útivelli.
Valur tók á móti Vestra í fyrstu umferð Bestu deild karla nú í dag. Eftir hreint ótrúlegt sjálfsmark Vals tókst heimamönnum að jafna leikinn og þar við sat. 1-1 lokatölurnar á Hlíðarenda og Vestri fara sáttir á Ísafjörð með eitt stig.
Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir tap á móti Tottenham á útivelli. Tottenham vann leikinn 3-1.
Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum síðan í september og mistókst að auka forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 tap á útivelli á móti Fulham í dag.
Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson voru í aðalhlutverkum hjá Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fagnaði sigri á NEC Nijmegen.
Brann fagnaði í dag sínum fyrsta sigri í norsku úrvalsdeildinni undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar.