Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjör­gögn“

Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur

Kjördagur Alþingiskosninga 2024 nálgast senn. Eftir rúmar fimm vikur af kosningabaráttu nálgast baráttan því hápunkt sinn, kosningakvöldið sjálft þar sem flokkarnir halda kosningavökur sínar. Kosningavökur eru þekkt fyrir að vera ein skemmtilegustu partýin, þó það fari auðvitað eftir því hvernig flokknum gengur.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert D-vítamín í kæstum há­karli

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur uppteknum hætti á Facebook og boðaðar nú hákarlaát og segir að í honum sé mikið D-vítamín. Því er hins vegar haldið fram, á móti, að svo sé hreint ekki.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri gular við­varanir á kjör­dag

Gular veðurviðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins á kjördag á morgun. Veðurspáin hefur aukið ásókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Austurlandi en nú hafa viðvaranir vegna hríðar á norðanverðu landinu bæst við.

Innlent
Fréttamynd

Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa at­kvæði

Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif.

Innlent
Fréttamynd

Þessi mættu best og verst í þinginu

Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið.  

Innlent
Fréttamynd

„Ekki gera mér þetta“

Í Kappræðum sem sýndar voru á Stöð 2 í gærkvöldi voru formenn flokkana teknir í starfsviðtal en flest þeirra hafa raunar aldrei farið í starfsviðtal á ævinni.

Lífið
Fréttamynd

„Talandi um að skila ekki til sam­fé­lagsins“

„Svo teiknar hann flóttafólk og innflytjendur upp sem stórkostlega ógn við okkar innviði, fólk sem er ógn við þessa innviði er fólk sem borgar ekki til samfélagsins, við erum að verða af hundruðum milljarða út af skattsvikum, við erum að verða af hundruðum milljarða út af fákeppni umhverfinu á Íslandi. Þessir herramenn hér voru báðir í Panama-skjölunum, nóta bene, talandi um að skila ekki til samfélagsins.“

Innlent
Fréttamynd

Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni

Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur.

Innlent
Fréttamynd

„Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“

Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð heitt í hamsi þegar að þeir ræddu húsnæðismarkaðinn, lóðaframboð og aðkomu ríkisins að uppbyggingu í kappræðum flokksleiðtoganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“

„Maður finnur að fólk vill breytingar. Það er skýlaus krafa um samheldna ríkisstjórn. Þetta eru náttúrulega frábærar tölur. Við erum auðvitað afar þakklát. Liðið er bara samheldið, það eru engin vandræði og fullt af reynslu og þekkingu og bara gleði. Ég er samt keppnismanneskja, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Það eru tíu mínútur eftir af seinni hálfleik.“

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­mikil að­sókn vegna veðurs

„Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun deyja á þessari hæð“

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju­legt að bólu­efni séu skráð sem dánar­orsök

Sóttvarnalæknir segir það afar óvenjulegt ef rétt reynist að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis gegn Covid-19 í ljósi þess hversu fágætar alvarlegar aukaverkanir séu. Óháðir sérfræðingar kanna skráningar læknisins á orsökum andlátanna.

Innlent
Fréttamynd

Opnunin á Blöndu­hlíð var engin opnun

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafnar því að „opnun“ á nýju meðferðarheimili hafi verið skrautsýning sett upp sérstaklega fyrir Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Steypan smám saman að harðna í fylginu

„Steypan er smám saman að harðna í fylginu.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst sem var beðinn um að leggja mat á nýjustu könnun Maskínu en þegar Eiríkur hafði virt fyrir sér síðustu kannanir aftur í tímann og þá blasir við að myndin er að teiknast ansi skýrt upp.

Innlent
Fréttamynd

Steldu stílnum af Ás­laugu Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í blárri íþróttapeysu frá danska hönnunarmerkinu Rotate í sjónvarpsþáttinn Kappleikar á Stöð 2 í vikunni. Peysan vakti mikla athygli þar sem hún er vön að mæta í sínu fínasta pússi.

Tíska og hönnun