Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

„Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“

„Þetta hefur nú alltaf legið fyrir sko,“ svaraði Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fyrrverandi kosningastjóri og núverandi sjálfboðaliði Viðreisnar, spurð að því í kosningaþætti gærkvöldsins hvort hún hefði alltaf vitað að hún ætti í sambandi við Sjálfstæðismann.

Innlent
Fréttamynd

Kanónurnar sem eru að hverfa

Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut.

Innlent
Fréttamynd

Ungur maður og spenntur fyrir fram­tíðinni

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn verði að líta inn á við

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður benda til að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, sé að missa þingsæti sitt. Hún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en samkvæmt fyrstu tölum fær Framsókn þar 4,7 prósent atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í að flokkunum fækki um tvo

Fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum. Eins og staðan er núna eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, með sextán þingmenn hvor flokkur.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“

Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­lega mikið fylgi sem dettur niður dautt

Samfylkingin bætir við sig tíu prósentum í Reykjavík suður, samkvæmt fyrstu tölum og mælist með rúmlega 23 prósent í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og mælist aðeins með tvo menn inni. Framsókn missir sína þingmenn í kjördæminu og mælist með 4,7 prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Fram­sókn

Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson, ráðherrar Framsóknar, segjast ekki vera stressaðir þó einungis annar þeirra, Willum, mælist inni þegar þetta er skrifað og þá mælist formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, heldur ekki inni. Ásmundur Einar segist stoltur af sínum verkum en segir ljóst að uppbyggingarstarf bíði félaga sinna í Framsókn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“

Inga Sæland formaður Flokks fólkins og Ásta Lóa Þórhallsdóttir oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi voru himinlifandi þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við þær á kosningavöku Flokks fólksins.

Innlent
Fréttamynd

Merkir hægribylgju en ekki von­brigði

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju.

Innlent
Fréttamynd

Glaður maður en býst við batnandi tölum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist vera himinlifandi með fyrstu tölur sem hafa birst í kvöld en Kristín Ólafsdóttir fréttakona tók hann tali á kosningavöku Miðflokksins Hann segist þó geta búist við batnandi tölum þegar menn nái að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var í banastuði þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona náði af henni tali á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Hún sagði Viðreisn klára í ríkisstjórn og kom fram að hún hefði skipað sínu fólki að tala ekki um aðra flokka á lokametrum kosningabaráttunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dillaði sér við lag úr ára­móta­skaupi 2013

„Þvílíkur fjöldi, þvílík stemning!“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína sem saman eru komnir í Valsheimilinu. Hann gekk inn við lag úr áramótaskaupinu árið 2013.

Lífið
Fréttamynd

Sig­mundur taki stríðnina alla leið

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, kíkti í settið til Sindra Sindrasonar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hún segir bróður sinn hafa verið brjálæðislega stríðinn í æsku og er bjartsýn á gengi flokksins í kvöld en Nanna skipar jafnframt 2. sætið í Kraganum fyrir flokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum

Sjónvarpskonan Birna María Másdóttir betur þekkt sem Bibba fór á stjá í vikunni og kannaði stemninguna hjá stjórnmálaflokkunum á kosningamiðstöðvum þeirra. Innslagið var sýnt í kosningasjónvarpi Stöðvar 2.

Lífið
Fréttamynd

„Á­lagið er þessi fjar­vera“

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, segir mikið álag hafa verið á heimili þeirra hjóna á kjörtímabilinu. „Álagið er þessi fjarvera. Það er mikil fjarvera. Það er miklu fórnað fyrir pólitíkina.“

Lífið
Fréttamynd

„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“

Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun.

Innlent