
„Hann er bara í sjokki“
Í NBA-þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður endurkoma Joel Embiid meðal annars til umræðu. Embiid hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur og sneri aftur þegar Philadelphia 76ers tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni í leik gegn Miami Heat á dögunum.