

Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.
Simone Biles vann ekki til verðlauna í keppni á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í París í dag.
Amber Rutter varð um helgina fyrsta breska konan til að vinna til verðlauna í haglabyssuskotfimi (e. skeet).
Steve Kerr, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í körfubolta sem nú stendur í ströngu á Ólympíuleikunum í París, fékk gagnrýni úr óvæntri átt; frá leikmanni sínum í Golden State Warriors.
Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu vann gullið í hástökki á Ólympíuleikunum í París í gær. Hún vakti ekki bara athygli fyrir frábæra frammistöðu heldur einnig fyrir það sem hún gerði þegar hún var ekki að stökkva.
Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna.
Gianmarco Tamberi, sem deildi gullverðlaunum í hástökki á Ólympíuleikunum í Tókýó, liggur á spítala nokkrum dögum áður en titilvörn hans hefst í París.
Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu
Ofuraðdáendi Ólympíuleikanna keypti miða á 38 viðburði og hefur aldrei eytt svona miklum peningi í ferð á leikana.
Franski stangastökkvarinn Anthony Ammirati var á góðri leið með að komast í úrslit í stangarstökki á Ólympíuleikunum í París í dag. Fyrirstaða þess kom úr óvæntri átt.
Eftir alla umræðuna um að skolpið í París sé að gera Signu hættulega fyrir sundhluta þríþrautarinnar þá er eitt versta geymda leyndarmálið í sundinu að keppendur eru óhræddir við það að losa sig við þvag í sundlauginni.
Bandarísku körfuboltalandsliðið eru greinilega of góð með sig til að gista í Ólympíuþorpinu í París eins og aðrir íþróttamenn á leikunum. Í stað þess eru leikmenn liðsins á lúxushóteli í París.
100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í kvöld fer í sögubækurnar sem hraðasta 100 metra hlaupið í sögu leikanna. Það er líka það jafnasta.
Chreign LaFond fékk skemmtilegar fréttir á æfingu með fótboltaliði Nayy háskólans.
Króatíska handboltalandsliðið kemst ekki í átta liða úrslit handboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Nú er líka ljóst hvaða þjóðir mætast í átta liða úrslitunum.
Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles varð í kvöld Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla eftir frábæran endasprett.
Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel hefur skorað 43 mörk í fyrstu fimm leikjum Dana á Ólympíuleikunum í París.
Suður Kórea vann öll fimm gullverðlaunin í boði í bogfimi á Ólympíuleikunum í París en síðasti keppnisdagurinn var í dag.
Sundkeppni Ólympíuleikanna í París endaði með heimsmeti hjá boðssundsveit Bandaríkjanna í 4 x 100 metra fjórsundi kvenna.
Bandaríkjamaðurinn Bobby Finke vann Ólympíugullið í 1500 metra skriðsundi og það á nýju heimsmeti.
Sautján ára kanadísk stelpa er ein af stóru stjörnunum á Ólympíuleikunum í París.
Besti kylfingur heims heldur áfram að sýna styrk á stóra sviðinu en Scottie Scheffler varð í dag Ólympíumeistari karla í golfi.
Franska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í París með sigri á Ungverjum í dag.
Serbinn Novak Djokovic er Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga Carlos Alcaraz í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París í dag.
Bandaríkjamaðurinn Freddie Crittenden vakti mikla athygli í undanrásum í 110 metra grindahlaupi í dag en þó ekki fyrir að hlaupa hratt heldur fyrir það að hlaupa hægt.
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi.
Þýska handboltalandsliðið tryggði sér efsta sætið í A-riðli með 36-29 sigri gegn Slóveníu í síðasta leik riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum.
Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu.
Hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga en því miður ekki vegna árangursins inn í hringum heldur vegna ástæðulausra áskanna um að tveir keppendur í kvennakeppninni séu karlmenn í dulargervi.
Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París.
Þegar það fer fram flott alþjóðlegt golfmót í dag þá eru miklar líkur á því að mótshaldarar hringi í íslenska myndatökumanninn Friðrik Þór Halldórsson.