

Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót.
Rúgbý er ein af örfáum íþróttagreinum í heiminum þar sem eitt landsliðanna býður upp á dans eða í raun hálfgerðan gjörning rétt fyrir leik. Mótherjarnir verða líka að passa sig á meðan dansinn stendur yfir.
Þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin samhliða þingkosningum á næsta ári. Á sama tíma verður kosið um hvort að lögleiða eigi kannabis í landinu.
Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim.
Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum.
Bæjaryfirvöld í Mangonui hafa bannað endurgerð skipsins Endeavour að koma í höfn í tilefni þess að 250 ár eru síðan skipherrann James Cook sigldi fyrstur Evrópumanna í kringum Nýja-Sjáland.
Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara.
Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að mögulegri niðurstöðu sem kunni að skýra sögusagnir um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness.
Meirihluti farþega voru kínverskir ferðamenn.
Risamörgæsin er talin hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 til 56 milljónum ára.
Dómsmálaráðherra Nýja Sjálands, Andrew Little, lagði í dag fram frumvarp fyrir nýsjálenska þingið sem snýr að því þungunarrof verði heimilt í landinu
Ríkisstjörn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert.
Nýsjálenska gamansveitin Flight of the Conchords er komin aftur með ný lög, nýja plötu og tónleikamyndband. Óljóst er hvað þetta þýðir fyrir framtíðina en á undanförnum árum hefur verið rætt um nýja leikna kvikmynd frá tvíeykinu.
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk.
Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.
Tugir byssueigenda í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa afhent skotvopn sín í skiptum fyrir fjármuni í fyrstu aðgerð stjórnvalda við að gera hálf sjálfvirk skotvopn upptæk þar í landi. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar.
Íbúi í nýsjálenska bænum Rotorua vaknaði aðfaranótt miðvikudags við dynki og ókyrrð – og gerði strax ráð fyrir að jarðskjálfti stæði yfir.
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni.
Maðurinn er ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk.
Fjármálaráðuneyti Nýja-Sjálands segir að skipulögð tölvuárás hafi verið gerð á tölvukerfi þess.
Starfsmenn þings Nýja-Sjálands hafa orðið fyrir alvarlegum kynferðisbrotum, áreiti og níði.
Maðurinn sem sakaður er um að hafa orðið 51 að bana í árás á bænahús múslima í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar.
Brenton Tarrant var einn á ferð hér á landi.
Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi.
Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins.
Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars.
Nýja-Sjáland hefur bæst í hóp þeirra landa sem hyggst banna einnota plastpoka með lögum, í von um að takast á við plastmengun.
Burger King þurfti að eyða auglýsingu sem talin er hafa verið rasísk en í henni sést fólk eiga í mestu vandræðum með að borða hamborgara með risastórum prjónum.
Dómari á Nýja-Sjálandi hefur skipað manninum, sem sakaður er um að hafa banað fimmtíu manns í Christchurch í síðasta mánuði, að gangast undir geðrannsókn.