
Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Nýliðar Ipswich Town komust tveimur mörkum yfir gegn Chelsea en misstu forskotið niður og urðu að sætta sig við jafntefli. Lökatölur á Stamford Bridge, 2-2.
Fiorentina missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Parma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Liverpool náði þrettán stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með dramatískum sigri á West Ham United, 2-1, á Anfield í dag. Virgil van Dijk skoraði sigurmark Rauða hersins á 89. mínútu.
Wolves vann 4-2 sigur á Tottenham þegar liðin áttust við á Molineux í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórði sigur Úlfanna í röð.
Skemmtilegt atvik átti sér stað snemma leiks Vestra og FH í Bestu deild karla í dag.
Mohamed Salah sló met þegar hann lagði upp mark fyrir Luis Díaz í leik Liverpool og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Fortuna Düsseldorf sigraði Paderborn, 1-2, á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Brynjólfur Andersen Willumsson lék síðustu fjórtán mínúturnar þegar Groningen laut í lægra haldi fyrir Utrecht, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Þótt allar líkur séu á því að Ipswich Town falli úr ensku úrvalsdeildinni leikur Liam Delap, markahæsti leikmaður liðsins, líklega áfram í henni.
André Onana mun ekki verja mark Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik.
Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla.
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki.
Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa.
Eddie Howe, þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var lagður inn á spítala í gærkvöldi og mun missa af leik liðsins gegn Manchester United á morgun.
Kristian Hlynsson lagði upp og Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði mark í 3-1 sigri Sparta Rotterdam gegn Heerenveen.
Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton.
Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal tók forystuna en fékk á sig jöfnunarmark skömmu síðar og situr nú tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn West Ham á morgun.
Fótboltalið Völsungs fagnaði 98 ára félagsins með því að komast áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni á útivelli gegn Tindastóli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en 7-8 fyrir Völsung eftir vítaspyrnukeppnina.
Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.
Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum.
Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp annað mark Vålerenga þegar liðið sigraði Lyn, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.
Fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmark Everton gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Everton í vil.
Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu.
Venezia vann afar mikilvægan sigur á Monza, 1-0, í fallbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.
Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks þegar Real Sociedad tapaði fyrir Mallorca, 0-2, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.